14.1.2008 | 17:09
Að hengja bakara fyrir smið???
Ekki misskilja mig. Ég er á engan hátt að verja þennan gjörning, en Árni greyið hefur sjálfsagt bara gert einsog fyrir hann var lagt. Sem sagt hlýddi og gerði einsog honum var sagt. En einsog einhver snillingur benti á eiga góðir drengir að njóta ætternis síns! Enda vita allir Íslendingar að góð menntun og mikil starfsreynsla eru miklu síðri kostir heldur en að vera af góðum ættum, að ég tali nú ekki réttum ættum. Annars hef ég nú alltaf hálfpartinn vorkennt þessum dreng, Þorsteini Davíðssyni. Vissi aldrei af hverju, en það laukst upp fyrir mér á laugardagskvöldið fyrir framan imbann.
Oft gerst að ráðherrar fari ekki að áliti álitsgjafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eiliífa rugl með þessa dela kemur mér helst til að trúa því að réttast væri að hengja þá báða.
Fæstir vissu nú annað um þennan drengstaula en að hann var sonur hins eina sanna.
Nú finnst mér hann vera búinn að segja býsna mikið um sjálfan sig.
Árni Gunnarsson, 14.1.2008 kl. 17:57
Að þiggja stöðuna á þessum forsendum segir mest um manninn sjálfan.
Halla Rut , 14.1.2008 kl. 18:13
Segir kannski mest um það umhverfi sem þetta lið hrærist í!
Auðun Gíslason, 14.1.2008 kl. 21:05
já Guð blessi þig vinur og sofir vel. bið að helsa Ásu
Gulli Dóri
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 14.1.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.