Ríkisbáknið...

...blæs út, sem aldrei fyrr.  Nú á að setja á laggirnar en eina ríkisstofnunina.  Og hverjir eru þar í fyrirsvari fyrir einn helsta andstæðing ríkisumsvifa, Guðlaug Þór Þórðarson.  Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar (?).  Er þetta sá hinn sami og er formaður stjórnar Tryggingastofnunar og situr í stjórnum einka- og fjármálafyrirtækja víða?  Hvenær hafa menn tíma til að sinna öllum þessum sporslum sínum hjá ríkisbákninu.  En kannski skiptir skilvirknin engu máli, enda fá menn greitt án tilllits til hennar.  Ekki það að BJ þurfi svo mikið á þessum peningum að halda, en þær eru margar matarholurnar.  Og þangað leyta peningarnir þar sem þeir eru fyrir, og svo er einnig um nefndabitlingana, sem svo voru nefndir hér í eina tíð.

En hvar er Ríkiskaup/Innkaupastofnun Ríkisins?  Er búið að leggja þá stofnun niður, eða hvað?


mbl.is Benedikt verður stjórnarformaður sjúkratrygginga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er ekkert skrítið að þessi guttar vilji "báknið kjurt" því þeir eru báknið!

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.1.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband