Þjóðnýting bankanna að hætti Kremlverja!

 bloggaði ég um hugsanlega umræðu um þjóðnýtingu bankanna.  Nú er sú umræða hafin í Mogganum.   Umræðan þar virðist snúast um að færa stjórnmálamönnum sín gömlu völd.  Virðist sem ráðsmenn í Hádegismóum, Seðlabanka og Valhöll sakni hinna gömlu valda sinna þegar þeir og Framsóknarmenn höfðu einskonar hreðjatak á öllu þjóðlífinu, efnahagslífið meðtalið.  Þeir réðu því hverjir fengu framgang í þjóðfélaginu öllu, hvort heldur var í menningu eða viðskiptum.  Þegar gerspilltir stjórnmálamenn höfðu líf og hamingju venjulegs fólks í hendi sér.  Gátu rústað afkomu einstaklinga og  heillra byggðarlaga ef þeim bauð svo við að horfa.  Fólk átti það undir skapsmunum valdsmanna hvort það lifði góðu lífi eða slæmu.  þegar menn þurftu að standa í röðum til að komast að borði bankastjóra og urðu að gráta út lán.  Gjaldeyrisskömmtun var í höndum kommissara stjórnsamra íhaldsflokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.  Menn urðu að hafa farseðla sína meðferðis til að fá gjaldeyrisskaskammtinn sinn, sem dugði ekki fyrir brýnustu nauðsynjum í útlöndum  Gjaldeyrir var svartamarkaðsvara.  Skömmtunarskrifstofur alskonar voru reknar sem útibú frá flokksskrifstofum.  Leyfi þurfti til alls og fengust leyfin á þessum skömmtunarskrifstofum.  Símar stjórnmálamannanna voru þeirra valdatæki.  Með símtölum gátu þeir kippt fótunum undan fólki eða hlaðið undir það eftir atvikum og skapi þann daginn.

Nú ræða styrmar landsins um nauðsyn þess að þjóðnýta bankana og færa völdin yfir þeim aftur til stjórnmálaflokka.  Það er einsog stjórnmálamennirnir sakni hinna gömlu og "góðu" daga.  Er það þetta sem Styrmir Gunnarsson ræðir af fullri alvör í Reykjavíkurbréfi?  Endurrreisn Ráðstjórnar Moggans og Valhallar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband