17.3.2008 | 15:25
Gömlu dagana gefðu mér!
Í þá gömlu góðu felldu ríkisstjórnir gengi krónunnar handvirkt. Gengisfellingar voru þá algengar 20-30%. Þá voru það amlóðar í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á Súðavík, Suðureyri og Bolungarvík, sem þurftu gjarnan á gengisfellingum að halda svo þeir gætu haldið áfram að þykjast vera ríkir og gætu áfram litið niður á almúgann. 6-7% lækkun á gengi krónunnar hét í þá gömlu góðu daga gengissig. Þá var étin soðning 5-6 daga vikunnar og steik á sunnudögum.
Hér rétt fyrir neðan er blogg mitt um draum styrma Hádegismóa og Valhallar um þá gömlu góðu daga og endurreisn alræðis Kolkrabbans: Þjóðnýting bankanna að hætti Kremlverja.
Mesta gengisfall á einum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Facebook
Athugasemdir
Hmm... Þjóðnýting? Var það ekki xD sem einkavæddi þá.
Var það ekki xD sem ætti með handstýrt gengi?
Áttu við að xD sé með vini sína til að stjórnabönkunum?
Glitnir = Jón Ásgeir, er hann vinur xD?
Er gamli bændabankinn stýrður af xD eða Landsbankinn?
Núna blómstrar útflutningurinn :-D
Johnny Bravo, 17.3.2008 kl. 17:20
Styrmar munu láta sig dreyma um sín fyrrivöld! Sjá Reykjavíkurbréf.
Auðun Gíslason, 17.3.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.