Að hafa fé af börnum! Einelti alla leið inní dómssalina?

Ég verð nú að segja, að mér finnst nú ekki vera hægt að komast neðar! 

Skipulagt einelti?

Ég spyr:  Er þessi kennari í Mýrahúsaskóla einhverskonar óviti?  Miðað við lýsingu á málsatvikum er mér nær að halda það.  Bera kennarar enga ábyrgð á flumbrugangi sínum í starfi?  Hvernig stóð á því að barnið þurfti að leita skjóls fyrir samnemendum sínum í kennslustund að kennaranum viðstöddum?  Ber kennurum ekki skylda til að halda uppi aga í kennslustundum?  Var enginn stuðningsfulltrúi eða skólaliði í kennslustofunni?  Var ekki talin þörf á því?  Átti kennarinn enga sök á því hvernig fór?  Eða skólinn?  Er einelti látið viðgangast í þessum skóla?  Eða telst allt í lagi að níðast á þeim sem er ekki nákvæmlega einsog við hin? 

Ég hélt að það væri liðin tíð, að níðst væri á fötluðum!  Kannski hefur framþróunin gleymt skólanum á Nesinu?


mbl.is Spurning um hvort ábyrgðartryggja eigi börn í skólastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta eru nákvæmlega sömu spurningar og leituðu á mig þegar ég las dóminn.

Elías Halldór Ágústsson, 17.3.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Mér sýnist þetta engan veginn sambærilegt.  Frekar að bera þetta saman við:  Ef ég rétti nú syni nágrannans stein og benti honum á gluggana á húsinu.  Hann veldi einmitt glugga á minni íbúð, en ekki heima hjá sér, og bryti hann með steininum sem ég rétti honum.  Hver væri þá mín sök eða hans?  Þetta væri allt mín sök!

Í mörgum dómum um vinnuslys er oft deilt um sök í málum.  Brotaþolar eru oft taldir bera ábyrgð t.d. vegna kæruleysis, vangár, þeir hafi ekki fylgt reglum um öryggi o.s.frv.  Ef slys verður í kennslustofu vegna þess að ekki hefur verið haldið uppi aga, vegna aðgæsluleysis, starfsmannaskorts, ekki farið að reglum o.s.frv., hver ber þá ábyrgðin.  Börnin eða sá aðili sem hefur börnin í umsjá sinni?  Ef það eru börnin, þá er það að mínu viti, einsog að kenna bíl um árekstur en ekki bílstjóranum!

Auðun Gíslason, 17.3.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband