12.4.2008 | 17:00
Allt á leið til andskotans!
Nú er allt á leið til andskotans í hinu íslenska kapítalíska þjóðfélagi. Það er merkilegt, að sá sem stendur fyrir myrkustu dómsdagsspánni úr Svörtuloftum ku hafa verið helsti hönnuður og hugsuður þessa frjálsa viðskipta- og fjármálakerfis, sem við búum við. Því hefur allavega verið haldið fram af Sjálfstæðismönnum, að Davíð Oddsson sé helsti frömuður nýjunga og frelsisvæðingar kapítalismans á Íslandi. Það liggur því beinast við að reka þennan kjaftfora lögfræðing úr starfi Seðlabankastjóra, og allt hans hyski, þ.e. bankaráðið allt, og aðra sem þar sitja við stjórn. Og auðvitað á að svipta Davíð öllum hans eftirlaunum í ljósi þess að hann ber persónulega ábyrgð á öllum þeim efnahagslegu óförum, sem þjóðin stendur frammi fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já er þetta svona svart vinur ?
það er sól á akureyri í dag vorir að koma
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.4.2008 kl. 18:03
Þessi maður er búinn að vera heimilisógæfa þjóðarinnar um árabil. En ásamt Hannesi Hólmsteini er hann tákn hinnar sönnu pólitísku trúar sem öllum sjálfstæðismönnum er nauðsyn.
"Ég er ekki á leið út úr Seðlabankanum!"
Þessi garmur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hann er einungis embættismannstittur í vinnu hjá þjóðinni og getur þurft að sæta því að vera sagt upp eins og hyskinni póstburðarstelpu ef hann stendur sig ekki í vinnunni.
Árni Gunnarsson, 12.4.2008 kl. 21:26
Ef við göngum í Evrópusambandið þarf ekki að rekann. Helv... bankanum yrði lokað.
Auðun Gíslason, 13.4.2008 kl. 16:15
Sæll Auðunn!
Nú gustar allhressilega,en eitt er öruggt og það er það að það er stórlega mikið að í stjórn þessarar þjóðar okkar þessa dagana,og undir það tek ég.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 04:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.