Já drífa sig nú!

Einn góður kostur við að ganga í Evrópusambandið er sá, að þá losnum við við þessa endalausu og hrútleiðinlegu umræðu íslenskra stjórnmálamanna um að það þurfi að breyta stjórnarskránni.  Og þá verður okkur líka treyst til að greiða þjóðaratkvæði um eitthvað annað en brennivín og handamat!  Fyrirgefiði, hundahald!  Íslenskir stjórnmálamenn halda (vita) að íslenskir kjósendur geti ekki greitt þjóðaratkvæði sakir heimsku þjóðarinnar!  Hver man ekki eftir viðkvæðinu:  Þetta er svo flókið mál, að það er ekki hægt að ætlast til að þjóðin greiði atkvæði um það!  Það var viðkvæðið þegar við gengum í EES!  Sem sagt þjóðin er of heimsk.  Kannski einhverjir stjórnmálamenn ættu að skipta um þjóð?  Og kannski var þjóðin ekki nógu heimsk til að greiða atkvæði um fjölmiðlafrumvarp geðvonda lögfræðingsins?

Þjóðin er greinilega nógu vel gefin til að vilja athuga, hvað kemur útúr samninga viðræðum við Evrópusambandið.  Það er Guðni Ágústsson hinsvegar ekki, enda verður hann sífellt líkari henni Huppu, sem hann kyssti hér um árið!


mbl.is Þarf að breyta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þakka þér fyrir þennan tengil!

Auðun Gíslason, 5.5.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband