Hreint út sagt heimskuleg umræða!

Ég er kannski of vitlaus til að skilja, hversvegna konur mega ekki eða mega bera slæður á höfðinu.  Enda man ég þá tíð, að íslenskar kellingar gátu ekki skroppið útí mjólkurbúð án þess að vera með einhverja skupplu á höfðinu.  Hvað er málið?  Höfuðfat eða  ekki höfuðfat?  Hverjum kemur það við?  Einu sinni máttu konur, sem störfuðu í bönkum á Íslandi ekki vera í buxum.  Núna ráða þær því sjálfar.  Hverskonar forræðishyggja er þetta gagnvart fólki?  Þetta fer að minna á hina frægu setningu "samræmt göngulag fornt."  Er Hriflu-Jónas genginn aftur?
mbl.is Dönsk stjórnmál á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband