Staða Ísraels á listanum. Skýring?

carte--palestineÉg sé að sumir eru hissa á að Ísrael skuli talið eitt af stríðshrjáðustu löndum heims.  Ef kortin eru skoðað sést skýringin kannski.  Græni liturinn er landsvæði Palestínumanna.  Ísraelsríki hefur þanið út yfirráðasvæði sitt með hernaðarofbeldi, og flokkar herteknusvæðin sem Ísraels land.  Minnir á "lebensraum" hugmyndir nazistanna.  Enda er fyrirheitna landið, landið sem drottinn á að hafa gefið sinni útvöldu þjóð, ansi stórt.  Það nær frá Níl í Egyptalandi og að  ánni Efrat í Írak.  Og þessu trúa bókstafstrúarmenn gyðinga og "kristnir" bókstafstrúarmenn líka.  Set "kristnir" innan gæsalappa vegna þess að ég tel hæpið að þeir geti kallast kristnir!  Fæ ekki betur séð en að þeir séu frekar gyðingtrúar.
mbl.is Ísland friðsælast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ariel Sharon lét hershöfðingja sína kynna sér hvað nasistar gerðu í Varsjá og í Úkraínu. Sama taktík, sama niðurstaða.

Haraldur Davíðsson, 20.5.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Það má eiginlega kalla það guðlega forsjón, að Aríel kallinum var slegið út.  Villimannlegur slátrari! SEKUR, segir hæstiréttur Ísraels um aðkomu hans að fjöldamorðum í Líbanon.  Dáður af ýmsum hér á landi!

Auðun Gíslason, 20.5.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband