Gagnrýni á stjórn efnahags- og peningamála.

Á öllum miðlum er fjallað um gagnrýni á ríkisstjórn og Seðlabanka í stjórn efnahags- og peningamála.  Á öllum miðlum nema á mbl.is.  Skrýtið?  Gagnrýnendur ásaka Seðlabankann og ríkisstjórn um sofandahátt og hvað gerir mbl.is? Mbl.is sefur!  Lélegt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvar er verið að gagnrýna ríkisstjórnina og seðlabankann?  Miðað við hvað umfang vandans þá leysist hann ekki á einni viku.  -  Það hefði átt að leysiaþann vanda sem við eigum við að etja árið 2006(helst strax árið 2004 þegar hann varð ljós) en þá voru Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn.  Gagnrýni á núverandi ríkisstjórn er ekki sanngjörn enda tekur hún við erfiðu ástandi, of háu gengi krónunnar og mikilli verðbólgu.  Hvort tveggja tekur nokkur ár að leysa við eðlilegar aðstæður.  Nú segja gagnrýnendur að það eigi að leysa þetta strax.  Ég hefði viljað heyra þetta sama fólk gagnrýna ríkisstjórnina þegar gengið styrktist um 30%.  Þá væri það amk. samkvæmt sjálfu sér og hægt að taka mark á því.

Lúðvík Júlíusson, 21.5.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mogginn lýgur aldrei....en hann þegir.....

Haraldur Davíðsson, 22.5.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Hvar er verið að gagnrýna Seðlabankann og ríkisstjórnina?  Í Markaðnum, fréttatímum.  "Bankastjórn Markaðarins", sem í sitja Edda Rós Karlsdóttir,  Ólafur Ísleifsson, Ásgeir Jónsson og Þórður Friðjónsson, Gylfi Magnússon og fleirri gagnrýna Seðlabankann og ríkisstjórn.  Þessmá geta að Þórður var forstöðumaður "Þjóðhagsstofnunar", sem Davíð Oddsson lagði niður vegna gagnrýni á hann og ríkisstjórn hans!  Lúðvík!  Þú verður að fylgjast betur með!

Auðun Gíslason, 22.5.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband