23.5.2008 | 21:57
Herskárra hvað?
Það má nú deila um hver er herskár. Innrásarherinn eða varnarsveitir andspyrnuhreyfingar hersetinnar þjóðar. Það hefði sjálfsagt mátt lesa viðlíkt orðað fréttir í nazistaríkinu í denn. "Herská samtök Norðmanna gera árásir á þýskar frelsishetjur. Franskir hernaðarsinnar sprengja frelsandi hersveit þjóðernis-jafnaðarríkisins í loft upp." O.s.frv.....
Vopnahlésviðræður að fara út um þúfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nasistar notuðu einmitt þessa aðferð við að hafa hemil á andspyrnuhreyfingum, settu þær upp sem glæpaklíkur sem ynnu gegn þjóð sinni............. með ótrúlegum árangri t.d. í Frakklandi og Noregi.
Annars er ofbeldi bara ofbeldi, gildir þar einu hver beitir því.
Blóð kallar á meira blóð.
FRIÐUR ( er fyrir alla og kostar ekki neitt. )
Haraldur Davíðsson, 24.5.2008 kl. 14:16
Hver myndi fallast á frið í hersetnu landi, einsog sjá má hér neðar á síðunni? Ætli við Íslendingar myndum bara sætta okkur við það þegjandi og hljóðalaust, ef einhver innrásarher legði undir sig 80% af landinu og lokuðu svo þessi 20% af með múr og girðingum? Kannski...
Auðun Gíslason, 24.5.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.