Ómerkileg vinnibrögð SA og byggð á lygi!

Skv. fréttinni af þessari undarlegu greinargerð Samtaka atvinnulífsins, tók Íbúðarlánasjóður að lána 90% lán um sumarið 2004.  Þetta er einfaldlega lygi.  Íbúðalánasjóður byrjaði fyrst 6. desember að lána 90% af brunabótamati.  Fimm mánuðum eftir að bankarnir byrjuðu að lána 100% lán af ásettuverði íbúða (það var kallað markaðsverð).  Það er ekki flóknara en þetta!

2003 var samþykkt stefnumörkun um að Íbúðalánasjóður tæki upp 90% lán af brunabótamati í áföngum. 

Árið 2007 átti sem sagt Íls að lána 90% af brunabótamati alfarið á markaðnum.  Byrja átti á að lána 90% útá íbúðir af hóflegri stærð.

Sumarið 2004 tóku bankarnir að lána 100% lán, þ.e. 100% af ásettuverði fasteigna.  Ekki söluverði eða 100% af brunabótamati.  100% af verðmati löggilts fasteignasala á fasteign; ásett verð.  Út á þetta mat gátu menn endurfjármagnað eignir sínar, hefðu þeir tekjur til þess skv. greiðslumati.  Eða keypt.  Fengu 100% lán miðað við verðmat fasteignasala, en endanlegt söluverð gat svo verið 10-20% lægra.  Og brunabótamat e.t.v. 60% af söluverði.

6. desember 2004 fór svo Íbúðalánasjóður að lána 90% lán af brunabótamati, sem í langflestum tilvikum varog er langt undir söluverði fasteigna, hvað þá ásettu verði á fasteignasölu.  Var litið svo á að vegna innkomu bankanna með 100% lánin væri ekki stætt á öðru en að gera þetta, einsog það var gert!

Það er því ljóst að öll þessi greinagerð Samtaka atvinnulífsins, svo og stefna SA í þessum málum byggist á lygi og rangfærslum.


mbl.is Stjórnvöld breyti aðkomu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Jamm, þetta er bull í SA.

Sigurjón, 30.6.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dálítið merkilegt að setja í gang þýðingarmikla pólitíska umræðu byggða á lygi og rangfærslum. Merkilegt fyrir þá sök að þarna eru tiltækar dagsetningar í opinberum gögnum.

Tilgangurinn helgar nú ekki alltaf meðalið. Ég þekki Vilhjálm Egilsson form. S.A. og hef alltaf talið hann hafinn yfir allan vafa hvað heiðarleika varðar. Því kæmi mér illa á óvart ef hann gerðist sekur um vísvitandi ósannindi. 

Árni Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, hvernig skyldi nú standa á þessu?  Er það eitthvað nýtt að hægrisinnaðir frjálshyggjuöfgamenn byggi málflutning sinn á ómerkilegum lygum?  Féll ekki frjálshyggjan á prófinu hér á landi?  Ég hefði haldið það!

Auðun Gíslason, 1.7.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kolféll á prófinu. Þetta var nefnilega próf í öllum skilningi. Og mér finnst þessir frjálshyggjupostular skyldugir til að gefa út alþjóðlega yfirlýsingu þess efnis. Þarna er allt uppi á borðinu, þ.e.a.s. fyrir utan allt helvítis plottið sem aldrei verður upplýst, einfaldlega vegna þess að það þolir auðvitað ekki dagsbirtuna. En Ísland er mátulega stórt, og tiltölulega einfalt módel til að byggja á lokaniðurstöðu í þessari - að vísu rándýru prófraun á systemið.

Árni Gunnarsson, 2.7.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband