Í samkeppni, hvað...

"Slík lán veitir Íls í samkeppni við bankana."  Eigum við ekki að hinkra ögn við.  Hvað þarf einstaklingur að vera með í tekjur til að fá 20 milljón króna lán hjá banka.  Það væri gaman að vita, hvort ESA hefur einhverja hugmynd um launakjör á  Íslandi og þær kröfur, sem bankar á Íslandi gera til lántakenda húsnæðislána.  Ég fullyrði, að þær kröfur eru allt aðrar en gerðar eru annars staðar í Evrópu.  Hér eru öll slík lán verðtryggð;  annars staðar ekki.  Hér ríkir einfaldlega ekki sambærilegt ástand.  Aðstæður til að koma sér upp eigin húsnæði hér á landi með þjónustu bankanna eru hreint ekki þær sömu og annars staðar í Evrópu.

Hvað er langt síðan bankarnir hættu að veita húsnæðislán, þ.e.a.s. öðrum en hátekjufólki.  Eða hafa þeir yfirleitt  einhverntíma gert það.

Ef upplýsingarnar sem ESA fékk til að kveða upp þessa niðurstöðu eru í svipuðum dúr og greint er frá hér í pistlinum að neðan, er óhætt að blása á þessa niðurstöðu.  Hún er marklaust plagg.  Einsog greinargerð Samtaka Atvinnulífsins!


mbl.is Stendur Íbúðalánasjóður á krossgötum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband