Bónus á leið úr landi?

 

Það hlaut að koma að þessu. Þetta hljóta að teljast tapurleg tíðindi fyrir marga. Bónus innleiddi hér nýja viðskiptahætti, sem bættu kjör láglaunafólks og annarra fátæklinga. Mér hefur stundum dottið í hug, að það myndi vera leiðinlegt við matarborðið hjá mér og fleirri fátæklingum, ef Bónuss nyti ekki við. Ég hlýt að óttast, að flytji fyrirtækið höfuðstöðvar reksturs síns til útlanda muni áherslan á lágt vöruverð og reyndar líka áherslan á rekstur verslana Bónuss verða minni en áður. Nú er sem sagt að takast að hrekja fyrirtækið af landi brott.
Ég vil minna á að löngu áður en þessi rannsókn og málarekstur fóru í gang voru stjórnmálamenn, og fleirri, farnir að agnúast útí fyrirtækið. Mun ástæðunnar að leita til kaupmanna og heildsala innan Sjálfstæðisflokksins. Jón Gervaldur Söllenberger var mikill hvalreki fyrir það fólk, sem hafði horn í síðu þeirra Bónusfeðga, hvort heldur var af persónulegum ástæðum, pólitískum eða af samkeppnisástæðum (kaupmenn og heildsalar, sem töldu sig orðið til einskonar erfðastéttar í landinu urðu fyrir skakkaföllum. En það stafaði fyrst og fremst af sofandahætti þeirra sjálfra. Svona erðastéttir eiga erfitt með að laga sig að nýjum þjóðfélagsháttum).
Nú hlýtur þetta fólk að gleðjast! Hinir innvígðu og innmúruðu, sem hafa tekið þátt í hinum ýmsu leynifundum á ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins og víðar, þar sem fjandmenn þeirra feðga hafa rottað sig saman. Davíð Oddsson, Styrmir Gunnarsson, Jón Steinar, Jónína Ben og fleirri hljóta að fagna. En því miður fyrir okkur hin, fyrrnefnda fátæklinga, má búast við enn meiri hækkunum á matvöruverði ofaná þær hækkanir, sem stafa af krónu í frjálsu falli og slæmu efnahagsástandi í heiminum. Það er að minnsta kosti ástæða til að óttast það!
En illa hafa Sjálfstæðismenn þolað frjáls viðskipti. Það er ljóst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband