4.7.2008 | 01:01
Hvar er mannúðin?
Miðað við fyrri viðbrögð BB má ætla að hér sé eitthvað málum blandið. Að BB hafi að minnsta kosti vitað af málinu. Allavega snýst hann til varnar fyrir Hauk Guðmundsson undirmann sinn. Haukur á hinn bóginn hefur ónýtt öll vopn lögfræðings hælisleitendans. Eru það líkleg vinnubrögð og gamalkunn hjá þessari stofnun. En af því að Björn Bjarnason er kirkjumálaráðherra langar mig að biðja hann að lesa 25. Kafla Matteusarguðspjallsins, en þar segir frelsarinn m.a. þetta:
,Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér.`
Ég von svo, að BB hafi hliðsjón af þessum orðum, þegar hann sem kristinn maður og ráðherra kirkjumála tekur endanlega ákvörðun í þessu sorglega máli, og bæti fyrir misgjörðir undirmanns síns, Hauks Guðmundsson.
Ákvarðanir Útlendingastofnunar teknar án samráðs við ráðuneytið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.