8.7.2008 | 13:54
Merkilegt!
Það hefur nefnilega ekki staðið á ráðherranum að hafa skoðun á málinu og tjá sig um það, án þess að kynna sér málavexti útí í hörgul. Reyndar nákvæmlega einsog Haukur Guðmundsson, sem virðist hafa tekið ákvörðun um mál Paul Ramses án þess að kynna sér alla málavöxtu og aðstæður hans á Íslandi. Það er ástæða til að óttast að dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, hafi þegar tekið ákvörðun um niðurstöðu ráðuneytis síns í málinu.
Það er ástæða til að velta fyrir sér þeirri hörku og grimmd, sem einkennir viðhorf og framkomu valdsmanna í heiminum. Það er einsog mannúð og kærleikur skorti í allri afstöðu þeirra, sama hvar er borið niður, lög og reglugerðir eru þeirra ær og kýr. Í Peking og í Reykjavík etc....
Ráðherra ókunnugt um málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.