8.7.2008 | 14:07
Er Gísli Freyr...
Ég tók pistil minn af blogginu, þar sem ég lýsi persónu Gísla Freys Valdórssonar, einsog hún hefur birst mér hér og annarsstaðar (á Óméga). Ástæðan er sú, að ég taldi að hún hefði þjónað tilgangi sínum, og einnig, að hún virtist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Gísla. Gísli nefnir það í athugasemdum á blogginu sínu, að hann skilji ekki alveg, hvað trúmál koma málinu við. Ég skal útskýra það. Gísli Freyr sat með Ólafi Jóhannssyni í þætti hans á Óméga. Ég ætla svo sem ekkert sérstaklega að lýsa áliti mínu á þessum þætti og stjórnanda hans öðruvísi en þar fara saman ótrúlegir öfgar og ofstæki ásamt mannfyrirlitningu af verstu sort. Það er lýsandi fyrir þann sem tekur þátt í þvíumlíku með stjórnanda þáttarins með því einu að sitja þar með honum. Þá er það að minnsta kosti ljóst!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook
Athugasemdir
Hver er þessi Gísli Freyr og hvaða öfga og ofstæki var hann að láta vella út úr sér á ómega?
Gissur Örn (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:26
Gísli er sendisveinn hjá rikislögreglustjóra, sem fer stundum mikinn hér um menn og málefni!
Auðun Gíslason, 8.7.2008 kl. 21:58
og er þessi eðalmaður með bloggsíðu hér eða er hann bara einn af þeim sem mætir og drullar yfir fólk og fer svo?
Gissur Örn (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:04
Já, þetta eðalmenni er með bloggsíðu hér. Man bara ekki nafnið á síðunni. Það er "Frelsis...." eitthvað. Hægriöfgamenn halda að þeir séu svo miklir frelsissinnar, en aðhyllast frekar dulbúið þrælahald, sem kallast Kapítalismi!
Auðun Gíslason, 8.7.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.