29.7.2008 | 21:25
Dómstóll götunnar...
...dæmir og dæmir og dæmir. Kjaftakjellingar af báðum kynjum setja sig í réttlætisstellingar og þykjast vera þess umkomnar að dæma og dæma og dæma...Nú hefur ein slík kveðið uppúr með það að dæmdir menn skuli halda kjafti og eigi sko ekkert að hafa málfrelsi, einsog við hin. Ég hef nú leyft mér að hafa ýmsar skoðanir á Árna Johnsen, en mér hefur nú aldrei dottið í hug að svipta eigi hann almennum mannréttindum. Mínar efasemdir um Árna hafa aðallega snúið að áframhaldandi afskiptum hans af stjórnmálum/landsstjórninni, svo og að siðferðiskennd hans. En Árni hefur afplánað fyrir brot sín og hlotið uppreist æru. Á að halda áfram að refsa honum og öðrum í sömu stöðu. Þangað til nú á síðustu árum hefur verið litið svo á að þegar menn hafi tekið út refsingu fyrir brot sitt væru þeir kvitt við þjóðfélagið og þjóðfélagið kvitt við þá. Og menn gætu haldið áfram lífi sínu, einsog hverjir aðrir borgarar. Enda svolítið grimdarlegt að hengja myllusteina um háls manna ævilangt fyrir hugsanleg eða framin brot. Hið nýja viðhorf er, að brotlegir menn verði aldrei kvitt við einn né neinn, þeim eigi sífellt að núa um nasir afglöp þeirra, mistök og glæpi smáa sem stóra. Aldrei að fyrirgefa! Nú er það Árni, um daginn eldabuskann sem heimsótti forsetafrúnna. Þeim skal sko ekki fyrirgefið og vei þeim sem umgengst þá sem dæmdir hafa verið. Í eina tíð, ekki fyrir mjög löngu síðan, var heill trúflokkur sem kallar sig þjóð, ofsóttur og hundeltur. Það endaði með Helförinni sem frægt er orðið. Þeim skyldi sko ekki fyrirgefið að hafa drepið Krist. Nú hefur þeim verið fyrirgefið svo rækilega, að þeim fyrirgefst allur andskotinn, m.a. barnamorð! Rétttrúaðar réttlætiskjaftakjellingar líta bara í hina áttina eða afneita staðreyndum og sannleikanum. Þær hafa nefnilega fundið sér ný fórnarlömb: Smábófa sem vegna mannlegra breyskleika hafa gerst sekir um smáglæpi, einsog lítilsháttar hnupl og aðra óknytti.
Kannski við ættum að höggva af þeim hausinn eða bara hendurnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru rosa fín skrif hjá þér og ég þér alveg sammála. Þú þyrftir að birta pistilinn aftur og fá umræður. Kveðjur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.