9.10.2008 | 11:05
Davíð hellir olíu á eldinn!
Seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, virðist hafa fundið sér nýtt markmið í lífinu! Að valda sem mestum skaða með orðum og athöfnum/aðgerðum Seðlabankans. Yfirlýsingar hans og aðgerðir Seðlabankans, sem hann virðist stjórna einn, hafa verið sem olía á eld. Hann neitar því að vera brennuvargur! En hann virðist bæði vera brennukóngur og brennuvargur. Hann hlóð bálköstinn meðan hann var forsætisráðherra og nú virðist hann staðráðinn í að halda eldinum logandi hvað sem tautar og raular. Upphafið var yfirtakan á Glitni og nú síðast(?) orða hans í Kastljósinu. Og svo allt þar á milli. Glæsilegum(?) ferli hans lauk fyrir rúmum áratug, hefur legið stöðugt niður á við og nú virðist hann ætla að enda starfsævi sína með skemmdarverkum á þjóðfélaginu!
Hversu lengi er hægt að lifa á fornri frægð og orðspori (sem er löngu ónýtt)!
Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.