Silfur Egils. Egill Helgason er lýðskrumari!

 

Egill Helgason er lýðskrumari..  Sem slíkur var Egill Helgason   óheppinn að nefna flugfélagsævintýri Hannesar Smárasonar.  Lán eru öll greidd af því braski.

Egill Helgason var líka óheppinn að nefna rekstrarkostnað Stoða uppá 5,6 milljarða. Hann vissi ekkert um hvaða útgjöld fólust í þeirrri upphæð.  Sennilega hefur hann haldið að þessi upphæð hefði farið í vínarbrauð, kók og koníak.  Hann reyndi að gera Jón ábyrgan fyrir rekstri Stoða .  Jón kom að daglegum rekstri í desember, minnir mig.

Og Egill Helgason var líka óheppinn að nefna bókfærðar eignir í viðskiptavildum.  Engar slíkar færslur eru í bókhaldi Jóns Ásgeirs að hans sögn.

Egill Helgson var aðeins með órökkstuddar fullyrðingar.  Egill hellti, vanmáttugur, úr skálum reiði sinnar.  Kannski hann hafi orðið fyrir barðinu á fjálmálakreppunni/heimskreppunni?  Kannski er hann fórnarlamb eigin áhættu?

Miðað við gefnar forsendur hefur rekstur Jóns Ásgeirs, og lán sem hvíldu á honum, verið nokkuð traustur.  Þetta reyndi Jón Ásgeir að segja Agli.  En fékk yfir sig orðaflaum og fullyrðingar.  Ég veit ekki um nokkurn mann, sem gerir ráð fyrir fjármálakreppu/heimskreppu í rekstraráætlunum sínum!  Vissulega tefldi Jón Ásgeir, og fleiri, djarft.  Það var tíðarandinn og regluverkið í viðskiptalífinu bauð uppá það.  Eftirlitsstofnanir brugðust. Og menn fylltust aðdáun.  Ekki mátti hafa neinar reglur og regluverk til að trufla ekki kapítalistana í vinnunni.  Stjórnmálamennirnir sáu um það.  "Það er hlutverk stjórnvalda að sjá um að tryggja fyrirtækjunum gott rekstrarumhverfi."  Það gerðu stjórnvöld svo sannarlega!  Þess vegna fór sem fór.  Stjórnvöld eiga líka að reka peningamálastefnu sem virkar.  Það gerðu þau ekki.  Þau eiga líka að sjá um virkt eftirlit.  Þau eiga að tryggja hagsmuni okkar allra.  Þau eiga líka að tryggja gjaldmiðil lands síns.  Það gerðu þau ekki.  Svo sannarlega ekki.  Því fór sem fór.

Það bíður seinni tíma rannsóknar að fara ofaní inngrip yfirvalda á Glitni.  Jón Ásgeir fullyrðir að bankinn hafi ekki verið gjaldþrota.  Ýmsir fullyrða annað.  Það mun koma í ljós.  Aðkoma Seðlabankans mun verða skoðuð og líka stjórnmálamanna.  En fyrst og fremst verður að skoða stöðu bankans, einsog hún var í raun og veru, þegar hann var yfirtekinn.

 

Egill Helgason  vill tala fjálglega um fjárglæframenn.  Þeir eru þá margir fjárglæframennirnir.  Allir sem tóku lán í útlendri mynt, svokölluð myntkörfulán, eru þá væntanlega fjárglæframenn..  Líkurnar á að krónan félli voru talsvert miklu meiri en líkurnar á fjármálakreppu/heimskreppu.  Ég þekki tvær fjölskyldur, sem stóðu frammi fyrir því að fjármagna húsakaup fyrir 3 árum.  Báðar höfnuðu þessar fjölskyldur því að taka slík lán vegna gengisáhættu.  Báðar þessar fjölskyldur reka fyrirtæki sem ganga vel ennþá.  Hvorug þessara fjölskyldna gerðu ráð fyrir fjármálakreppu/heimskreppu þegar þær gerðu áætlanir sínar um reksturinn.  Ef þær hefðu gert það hefðu þær væntanlega ekki hafið rekstur.

 

Ef fram fer uppgjör vegna allra þessara mála, einsog talað er um, vona ég að notaðar verði vandaðri aðferðir en Egill Helgason beitti í Kastljósi í dag.

 

Ég verð vonandi ekki ásakaður fyrir að vera aðdáandi kapítalismans og kapítalista.  Ég er einn fárra hér á landi sem ekki hef tapað trúnni á Sosíalismann.  Ég hef aldrei gerst Blairískur krati, einsog flestir fyrrverandi sósíalistar og kommúnistar á Íslandi, þessir sem ekki gengu helbláa flokknum á hönd.  Mér býður við öllu þessu markaðs- og frjálshyggjukjaftæði og mér hefur alltaf boðið við því.  Þrátt fyrir allan heilaþvottinn.  Af nauð hef ég þurft að kjósa flokka einsog Alþýðubandalagið og VinstriGræn.  Ekki vegna þess að ég hafi hrifist af málflutningi þessara flokka.  Nei, af nauð, vegna þess að ekkert var skárra í boði.  Mér býður við því, hvernig málflutningurinn hefur verið.  Reiði og ásakanir á hendur ákveðnum mönnum í viðskiptalífinu hafa verið háværar.  Egill Helgason kyndir undir.  Undanfarinn ár hefur Egill Helgason mært útrásarvíkinga og gengislán.  Óheft frelsi.  Engin vitlaus yfirvöld að skipta sér af.  Þetta hefur Egill, og flestir aðrir, dýrkað og dáð..  FRELSI OG EKKERT NEMA FRELSI.  ÓHEFT FRELSI.  Og engin afskipti ríkisins.

 

Óhefti frelsi og óheftur kapítalismi er það sem við bjuggum við.  Og því fór sem fór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Spegill, spegill, herm þú mér...  Það má nú deila um það!

Auðun Gíslason, 12.10.2008 kl. 18:35

2 identicon

Mér hefur fundist stutt á milli Sosilismans og Kapítalistans.

Þeir geta tekist í hendur hinum megin í hringnum.

Harðasti vinstri maður er eins og harðasti hægri maður.

Þar mætast þessi tvö öfl sem eru sterkust í stjórnmálum heimsins.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er nú talsverður munur þar á, Sigrún mín!  Sósíalismi og kapítalismi eru andstæður!  Sósíalismi byggir á eftirfarandi:  Hver leggi fram eftir getu og fái eftir þörfum. Og.  Frjáls þróun einstaklingsins er forsenda fyrir þróun samfélagsins.  Þetta getur að lesa í Kommúnistaávarpinu!  Og í Guðs bænum, ekki fara að tala um Sovétríkin í þessu sambandi.  Sovétríkin voru socíal-facist ríki samkvæmt skilgreiningu Steins Steinars og Birnu Þórðardóttur Miðbæjardrottningu. Hugmyndina um að allir leggi fram eftir getu og fái efir þörfum er líka að finna í Postulasögunni í Nýja Testamentinu!

Auðun Gíslason, 13.10.2008 kl. 18:14

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Alltaf hefur mér fundist frasinn um að stutt sé á milli sósíalisma og kapítalisma undarlegur; þeir geti tekist í hendur hinumegin í hringnum.

Hvaðan þessi della komin, veit ég ekki. Mér dettur helst í hug að þessi snilld sé ættuð undan pilsum blessaðarar Framsóknarmaddömunnar eins og fleira af þessu tagi.

Jóhannes Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 18:21

5 identicon

Auðunn.

Það sem ég meina með þessu, er að lengst vinstra megin á vængnum er ofstjórnin orðin illbærileg. Það sama á við það sem lengst er til hægri. Þar er frjálshyggjan sú að menn gefa skítt í alla, bara ef tilganginum er náð.

Svona einfalt er það, þegar menn segja að stutt sé á milli hægri og vinstri.

Þar á ystu nöf er báðum sama hvernig fer fyrir náunganum.

Tilgangurinn helgar meðulin.

Jóhannes. Ekki veit ég hvernig þú tengir Framsókn við þessa snilld, eins og þú nefndir þetta.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:35

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég botna nú reyndar ekkert í þessari hugmynd, sem þú viðrar, Sigrún!  Kapítalisminn er hugmyndaræði sérhyggju og græðgi!  Varla ætlar þú að tengja slíkt við Sosialisma?  Finnst þér, að hugmyndin um að allir fái eftir þörfum benda til að sá sem aðhyllist slíkt sé sama hvernig fer fyrir náunganum

Auðun Gíslason, 13.10.2008 kl. 18:48

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði þetta árið, sagði að Ísland hefði verið notað sem vogunarsjóður fyrir fjárglæframenn.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 20:09

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Daginn sem okkur tekst að rækta upp hinn fullkomna mann,- þann dag skulum við fara að reyna að búa til hið fullkomna samfélagslíkan.

Hið fullkomna leikhús fáránleikans höfum við lengi átt. Það setjum við upp þegar frjálshyggjumenn og kommúnistar takast á um hina einu sönnu kenningu.

Árni Gunnarsson, 13.10.2008 kl. 23:52

10 Smámynd: Auðun Gíslason

Árni minn, og þið hin!  Kenningin getur nú ekki verið einfaldari:  Hver leggi fram eftir getu og sérhver fái eftir þörfum. Og.  Frjáls þróun einstaklingsins ( sérhvers einstaklings) er forsendan fyrir þróun samfélagsins!  Einfalt og skýrt!  Án þess að vita af kenningunni  hafa ýmsar þjóðir byggt samfélag sitt á þessum grunni.  Má þar nefna til dæmis Inúíta áður en danskir nýlenduherra tóku sig til og fóru að búa til "nútíma mann" úr þjóðinni.  Fleiri slíkar þjóðir eða ættbálka er/var að finna víða um heim.  Kannski voru eða eru þetta hinir "fullkomnu menn", sem hin "þróuðu" vesturlönd hafa afmennað?  Hvað veit ég?

Auðun Gíslason, 14.10.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband