Egill Helgason mærir gjaldeyrislánin 12. desember 2007!

 

Vona að ég verði ekki lögsóttur fyrir að birta þessa bloggfærslu Egils Helgasonar: 

"12. desember, 2007 - 9 ummæli »

Gengisáhættan

Margir verða nú til að benda á að gengisáhætta fylgi því að taka lán í erlendri mynt - þ.e. ef lántakandinn hefur tekjur í íslenskum krónum.

Nú síðast ryðst fram á ritvöllinn Hallur Magnússon hjá Íbúðarlánasjóði - sá maður sem er duglegastur í varðstöðunni fyrir það batterí.

Þetta er satt og rétt en auðvitað engin ný tíðindi. Fæstir eru svo heimskir að þeir taki lán í erlendum gjaldmiðli án þess að skilja að afborganirnar sveiflast með gengi krónunnar.

Málið er bara það að kjörin á lánamarkaði hér eru með slíkum ólíkindum - okrið er þvílíkt - að krónan má falla ansi mikið áður en erlendu lánin verða dýrari en þau íslensku.

Því eins og þeir vita sem hafa tekið gjaldeyrislán er það nánast eins og kraftaverk hversu fljótt fer að ganga á höfuðstólinn."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Auðunn.

Það er með ólíkindum hvernig hægt er að koma fram við okkur í peningamálum.En nú er mælirinn fullur.

kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það hafa nú allmargir fleiri en þessi mælisgarmur verið fullir hér á Íslandi undangengin misseri.

Árni Gunnarsson, 14.10.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband