Lánlaus þjóð!

Ekki er Ísland á fundadagskrá IMF þessa vikuna (sjá heimasíðu IMF  www.imf.org) .  Þá eru Rússar og Kínverjar líklegast einir eftir til að aumkast yfir þessa lánlausu þjóð.  Varla fara þeir að láta þessi "smámál" breta og slíkra vefjast fyrir sér.  Frekar að það auki líkurnar á aðstoð þaðan, ef eitthvað er.  Svo virðist sem tengslanet landsins hafi eitthvað laskast undanfarin ár.  Heyrst hefur að núverandi bankastjórn Seðlabankans hafi ekki ræktað sambönd við umheiminn undanfarin ár.  Sjálfsagt talið það óþarfi enda Ísland orðið stórveldi(?).
mbl.is Enn vantar 5 milljarða Bandaríkjadala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar

Þetta lán er ekkert lán heldur myndi verða hið mesta ólán.

Gunnar, 10.11.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Neyslusturlun fólks er að dvína þessa dagana vegna skerðingar á kaupmætti Ef ekki blasti við sú bitra staðreynd að þetta bitnar fyrst á þeim sem síst skyldi- sem ævinlega-þá myndi ég gráta þurrum tárum. Ekki hef ég þekkingu til að meta þörf okkar fyrir þetta lán en óttast að það sama muni gerast þar ef úr því rætist. Þá er ég að meina að ég óttast það að sá niðurskurður í þjóðarútgjöldum sem grípa átti til í fyrstu viðbrögðum verði síst þar sem helst skyldi. Utanríkisþjónustan er orðinn skelfilegur baggi á þjóðinni auk þess að gera okkur að skoplegu viðundri við þessar aðstæður og var þar þó ekki á bætandi. Inni á Alþingi er stór hópur fólks sem virðist hafa þá einu skyldu að gefa Ríkisféhirði upp rétt nafn og kennitölu ásamt reikningsnúmeri til að leggja inn á mánaðarlegar greiðslur frá fólki sem hefur sannast á að hafi hærri tekjur en sem nemur húsnæðiskostnaði.

En nú þarf að bregðast hratt við og auka þjóðartekjur okkar með því að hleypa krafti í viðskiptalífið. Þar sé ég fyrir mér fyrstu viðbrögð verða þau að afnema skatt af fjármagnstekjum. Bjartsýnir og óáreittir auðmenn eru æðakerfi hverrar þjóðar með metnaðarfullar neysluvenjur.

Árni Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Góð tillaga hjá þér Árni!  Kannast við hana.  Sigurður Kári og Birgir Ármann eru þöglir þessa dagana!

Auðun Gíslason, 12.11.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband