12.11.2008 | 10:52
Loksins, loksins, loksins!
Það var kominn tími til að einhver léti í sér heyra til varnar þessari þjóð! Ekki hefur stjórnmálaelítan gert það. Hún er önnum kafinn við að þóknast bretum og fleirrum. Önnum kafin við að valda sem mestu tjóni á þjóðlífinu í stað þess að verja fyrirtækin og heimilin! Nú skal fara Finnsku leiðina; keyra þjóðlífið niður í eintómar hörmungar. Atvinnuleysi og skort!
Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt Eiríki Bergmann dósent við Háskólann í Bifröst, bera Bretar sjálfir ábyrgð á Icesave reikningunum eftir að þeir frystu eignir bankana í Bretlandi með hryðjuverkalögum, það þýðir að við skuldum ekki öll þessi ósköp sem okkur hefur verið talin trú um, og þá lítur málið betur út.
Ég legg til að við afþökkum afskipti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og þiggjum lán frá þeim þjóðum sem hafa boðið okkur þau til þess að byggja hér upp gjaldeyrisforða, við verðum þá jafnframt laus við vaxtaskilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og getum hríðlækkað stýrivexti. Aukinn gjaldeyrir og lágir stýrivextir væri sem vítamínssprauta í atvinnulífið.
Bretar og hollendingar verða að sjá um þarlenda Icesave reikninga sjálfir, það er glapræði að láta afkomendur okkar blæða fyrir glæpi örfárra útrásarvíkinga. Þetta þýðir náttúrulega áframhaldandi hatur á íslendingum,en það verður bara að hafa það, við verðum þá að horfast í augu við það að markaður fyrir íslenskar vörur í þessum löndum er búin og þá verðum við að byggja upp nýja markaði annarsstaðar, þrátt fyrir allt er það mikið betri kostur en að vera í Icesave-skuldaánauð um ókomin ár.
Við vöxum að styrk við mótlæti, það er ósköp eðlilegt manneskjunni að berjast fyrir sér og sínum, þannig hefur það alltaf verið í gegnum aldirnar. Við sem erum uppi í dag höfum haft það frekar náðugt en kynslóðirnar á undan okkur þurftu að berjast við breta fyrir fiskimiðum okkar, þó svo að íslenskir sjómenn hafi lagt líf sitt að veði við að sigla með fisk til sveltandi breta í seinni heimsstyrjöldinni. Áfram Ísland
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 11:27
Bretar og Hollendingar eru í góðri aðstöðu til þess að ná í skottið á bankaræningjunum og láta þá svara til saka og skila inn eignum til Bretlands sem þeir hafa náð að stinga undan. Svo að þegar að upp er staðið mun skaðinn verða minni fyrir þá heldur en ella.
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 11:41
Já, er ekki merkilegt að aldrei skuli talað um eignir þessara banka, aðeins skuldirnar. Það er því gleðilegt að heyra á RUV frá formanni einhverrar skiptanefndarinnar að ekki eigi að selja eignirnar á brunaútsölu. Vissulega eru bretar og hollendingar í góðri aðstöðu til að innheimta skuldir bankanna, en Brown og félagar hafa gert sitt til að verðfella þær.
Eina spurningin er þessi: Eru islenskir stjórnmálamenn færir um að greiða úr þessari hringavitleysu og leiða þjóðina til framtíðar? Það má vissulega efast um það!
Auðun Gíslason, 12.11.2008 kl. 20:36
Ég vil alls ekki þiggja lán né neitt annað frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Alls ekkert!!!
Þeir sem lögðu inn sína peninga í von um hærri ávöxtun, gátu sagt sér það sjálfir að í því fælist nokkuð mikil áhætta.
Enginn var tilneyddur til að leggja sitt inn í íslenskan banka.
Vogun vinnur, vogun tapar.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.