Skoðanakúgun trúarofstækismanna og yfirvalda?

Þeir sem hafa orðið uppvísir að því að hafa aðrar skoðanir en yfirvöld og rétttrúnaðargyðinga hafa sætt líflátshótunum og atvinnumissi.  Jafnvel er þeim hótunum hrint í framkvæmd.  Þetta gildir einnig um þá sem skrifað hafa og sent fréttir, sem ekki hafa verið þessum aðilum þóknanlegar.  Lítið hefur farið fyrir fréttum af Ísraelsmönnum, sem kosið hafa að yfirgefa landið af þessum ástæðum.  Það er þó nokkuð stór hópur manna.  Má nefna sagnfræðinginn Ilan Pappé,  www.ilanpappe.com .  Á þessari síðu Ilan Pappé eru skrifa hans og viðtöl, sem hafa verið tekin við hann.

Mannréttindasamtök í Ísrael hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í landinu, á herteknu svæðinum og á Gaza og Vestirbakkanum.  Lítið hefur sést af þessari gagnrýni í fjölmiðlum hér á landi.  Meðal þess sem samtök þessi hafa gagnrýnt eru ofsóknir á hendir trúarhópa, sem ekki eru rétttrúnaðar Gyðingum þóknanlegar, fjölmörg tilvik þar sem fólk er hindrað í að leita sér lækninsþjónustu, skoðanakúgun, hrikalegar tilraunir í nafni vísinda á hermönnum og minnihlutahópum.  Listarnir eru nánast endalausir.  Síður þessara samtaka má finna á Google:  human rights  israel.  T.d.  www.btselem.orgwww.phr.org.il/phr/ .


mbl.is 82% Ísraela styðja hernaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband