Ofbeldi.

Ég held, að allir sem hafa tjáð sig um meint ofbeldi mótmælenda, ættu að lesa viðtal við Hlédísi Guðmundsdóttur lækni.  Þar má lesa lýsingu Hlédísar af því ofbeldi, sem hún sætti af hálfu lögreglunnar.  Það kannski sljákkar eitthvað móðursýki í þessum sem virðast halda að lögreglan hafi ekki átt hlut að máli, og jafnvel stuðlað að því ofbeldi(?) sem beinst hefur að henni.  Og þá er ég ekki að tala um tilburði undirheimadrengjanna, sem nýttu sér "tækifærið" til ofbeldisverka.  www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/710

Skýring.  Lögreglan gaf upp að hún kannaðist við verstu óeirðaseggina, undirheimadrengina, sem væru góðkunningjar lögreglunnar úr undirheimum Reykjavíkur.  Til gamans má geta þess, að  í morgun kom fram í fréttum að óvenjulítið hefði verið um innbrot í borginni síðustu sólarhringa.  Sem sagt, undirheimadrengirnir skrópuðu í "vinnunni" til að geta atast í lögreglunni.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur harmar ofbeldi í mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband