Eru kosningar í vor glapræði eða ekki? Hverju á að trúa? Eitt í dag og annað á morgun. Glundroði? Miðvikudagur: Geir segir glapræði að kjósa í vor! Föstudagur: Geir segir: Þið fáið að kjósa 9. maí! Mikill höfðingi ertu nú Geir!

 

Fréttablaðið, 22. jan. 2009 05:00

Geir segir glapræði að kjósa í vor

Það væri „mikið glapræði" að efna til kosninga nú, að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í Valhöll í gær. Að sögn Geirs var um hefðbundinn þingflokksfund að ræða en ekki viðbrögð við atburðum síðustu daga. „Við erum að vinna okkar störf eins og gert er ráð fyrir."
Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði Geir svo ekki vera, það hefðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, staðfest í samtali fyrr um daginn.
Geir telur það ábyrgðarleysi að boða til kosninga eins og sakir standa. „Það væri gríðarlegt ólán fyrir allan almenning í landinu, fyrir þá sem hugsanlega eru að missa vinnuna, fyrirtækin sem eru að berjast í bökkum, því það væri ekki hægt að klára stóru málin sem snúa að bönkunum, erlendum lánardrottnum og öllum þeim verkefnum sem fram undan eru. Að hlaupa frá því núna til að kalla á kosningar í vor væri mikið glapræði."
Um mótmælin í gær og í fyrradag sagði Geir að hann teldi ekki ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða til að koma á ró; fólk hafi fullan rétt á að mótmæla, en brjóti fólk af sér sjái lögreglan um það. „Lögreglan hefur staðið sig afar vel í þessum erfiðu aðstæðum, sýnt mikla þolinmæði og stjórnvisku, finnst mér, og við vonum að hún haldi áfram að ráða við sín verkefni."
Geir gerir lítið úr áhrifum mótmælanna á störf Alþingis; þingið hafi haldið sínu striki á þriðjudag og fundað meðan ástæða þótti til. Fundi hafi hins vegar verið frestað í gær til þess að geta betur undirbúið umræðu um efnahagsmál í dag. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um aðra helgi. Geir segir það óbreytt að hann ætli að gefa kost á sér í formannsembætti. Hann hefur ekki áhyggjur af því að mótmælendur setji strik í reikninginn. „Við vitum ekkert hvernig það verður. Ég held að það þurfi allir að reyna að róa sig niður í þessum efnum. Þó að fólk hafi fullan rétt á því að mótmæla þá er það ekki við hæfi að gera aðsúg að valdastofnunum samfélagsins eins og gert hefur verið."bergsteinn@frettabladid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lítill fengur........í því að kjósa um sömu öflin áfram...

....það er alveg ljóst í mínum huga að hugtökin vinstri og hægri-pólitík, eru úrelt og gagnslaus.

Beggja vegna snýst allt um skítkast og yfirgang, um flokkshagsmuni og pot.......

...stjórnvöld eru nú að reyna að halda því fram að með kosningum í vor sé verið að koma til móts við kröfur fólks um breytingar.....hahahahahahahahahahaha......mikið óskaplega halda þau að við séum heimsk. Það þarf að stokka þetta upp á raunhæfan hátt, losna útúr flokkaruglinu, losna við einkavinafélögin.

Allar yfirlýsingar stjórnvalda um að það sé verið að koma til móts við okkur, eru merkingarlaust hjal.

Steinn Steinarr orðaði þetta svona í kvæðinu Lítill fengur.

ÞAÐ BJARGAST EKKI NEITT, ÞAÐ FERST, ÞAÐ FERST.

ÞAÐ FELLUR UM SJÁLFT SIG OG ER EI LENGUR.

SVO MARKLAUST ER LÍF ÞITT OG LÍTILL FENGUR,

OG LOKS ER EINS OG EKKERT HAFI GERST.

AF GLERI STROKIÐ GAMALT RYK OG HJÓM

ER GLEÐI ÞÍN OG HRYGGÐ Í RÚMI OG TÍMA.

ÞAÐ ANDLIT SEM ÞÚ BERÐ, ER GAGNSÆ GRÍMA,

OG GEGNUM HANA SÉR Í AUÐN OG TÓM.

Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 15:40

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Veit ekki með hægri, vinstri,, en að mörgu leiti eru þetta svipað lið.  Það er gott aðnota hægri, vinstri til að aðgreina á sem aðhyllast sérhagsmunahyggju og þá sem aðhyllast félagshyggju.  Um það á pólitík að snúast.  Fyrir hverja er það þjóðfélag, sem við búum í.  Fyrir fjöldann, alla þjóðina eða fyrir einhverja útvalda, hina ríku eignamenn.  Þar liggur munurinn á vinstri og hægri.  Á hér að ríkja jöfnuður lífsgæðanna eða á að mismuna fólki (kerfisbundið, sbr. skattastefna ríkisstjórna sjálfgræðisflokksins).

Auðun Gíslason, 24.1.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband