Merkileg skrif! Ætli manninum leiðist heima hjá sér?

Ætli geti verið að þingmönnunum hafi þótt lögreglumennirnir ganga of langt í tuddaskapnum.  Annars er vert að velta fyrir sér hvaða illkvittna tilgang BB hefur með þessum skrifum sínum.  Svo er það náttúrulega þannig að fleiri er BB mega hafa skoðun á störfum lögreglunnar og framgöngu. 

Ef lögreglusambandinu hans BB líkar ekki í BSRB eiga þeir að ganga úr því.  Ætli þeirra verði sárt saknað?  Átti að koma höggi á Ögmund með svona bulli?

BB finnst sjálfsagt allt í lagi, að lögreglumennirnir hans hræði börn, handleggsbrjóti miðaldra mann, velti um koll konum á sjötugsaldri, hindri fjölmiðlamenn að störfum, sprauti heilsuspillandi úða framan í asmasjúklinga o.s.frv. En þingmenn mega ekki skamma strákana hans BB.  Skárri er það nú viðkvæmnin.  Ég hefði haldið að jafn illa innrættur einstaklingur hefði harðari skráp!


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Við skulum nú ekki gera því skóna að BB sé illla innrætur þó svo hann eigi sér ankannalega drauma um harðræði frá hendi lögreglu.

Hræðsla brýst misjafnlega út hjá mönnum og þá þegar menn hafa málað sig út í horn tjalda menn öllu til að verja sig og sitt 

Kristján Logason, 25.1.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Sigurður Baldursson

Var ekki lögreglunni ógnað?? Voru þeir ekki að bregðast við aðstæðum ?? Mér finnst persónulega fínt mál að mótmæla og styð það heilshugar, enda orðið sjálfur illa úti í kreppunni. En ég get ekki kvittað fyrir að lögreglunni sé stillt upp sem gerendum, þeir geta ekkert gert að ástandinu. Beinum mótmælum gegn þeim sem bera ábyrgðina !!

Sigurður Baldursson, 25.1.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður: Voru ekki aurarnir frá Gift sem hurfu sporlaust bara lagðir inn á stofnsjóð mjólkurinnleggjanda hjá K.S.?

Kannski er ég að fara mannavillt, hættan á því eykst með aldrinum.

Árni Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 20:13

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Jú sjálfsagt hefur strákunum hans BB fundist sér ógnað;  Þessvegna m.a. ruddu þeir Hlédísi Guðmundsdóttur lækni, konu á sjötugsaldri, um koll.  Henni varð svo mikið um að hún var allan daginn að jafna sig.  Lesa má viðtal við Hlédísi á Smugunni.  Plastvarinn óeirðarlögga stóð yfir 11 ára barni með hönd á kylfunni.  Barnið hafði verið handtekið.  Jú, sjálfsagt hefur drengjunum hans BB fundist sér ógnað af þessum tveim að minnsta kosti!

Auðun Gíslason, 25.1.2009 kl. 23:45

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Hvað varðar illt innræti BB hefur það verið mörgum ljóst í mörg ár.  Hann var jafn illa innrættur á hábylgju nýfrjálshyggjunnar!  Það er ekkert nýtt!   Mér hefur verið innræti BB ljóst síðan 1996!

Auðun Gíslason, 25.1.2009 kl. 23:48

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Maðurinn er klikk!

Les blogga geðsjúklingsins Ann Coulter sér til andlegrar upplyftingar. Það er ekki til öruggari ávísun á geðbilun. Jafnvel hér í USA er hún djók.

Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband