30.1.2009 | 09:10
Ný framsókn eða gömul framsókn? Leiðir framsókn Dé-listann til valda á ný? Og hvenær?
Eftir útspil frramsóknar í gær hlýtur maður að spyrja sig: Hvað varð af þessari nýju framsókn? Mig grunar að það sé aðeins tímaspursmál, hvenær framsókn og délistinn verða komnir í stjórn saman. Í vor? Í haust? Það er alveg ljóst að Sigmundur hefur sterk tengsl við flokkseigendafélagið, bæði gömul og ný. Og það félag vill sko enga vinstristjórn í landinu til lengdar. Slík stjórn er vís með að skerða frjálsræði auðmannanna á bak við framsókn. Og auðvitað kemur ekki til greina, af þeirra hálfu, að kyrretja eignir kapítalistanna. Að ég nefni nú ekki í morgunsárið þjóðnýtingu á eignum þeirra. Ég spái því, að innan tveggja ára verði komin hér á stjórn délistans og framsóknar. Gott ef þreifingar í þá átt eru ekki þegar hafnar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona, svona. Svona, svona!
Árni Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 17:59
Svona hvað Árni minn?
Auðun Gíslason, 31.1.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.