30.1.2009 | 11:41
Yfirkvalarinn í Guantanamo á Íslandi í boði Ingibjargar Sólrúnar!
John Craddock skipuleggjandi, stofnandi og fyrsti yfirfangavörður í Guantanamo. Ekki þarf að fjölyrða um þau mannréttindabrotin, sem þessi maður er sekur um. Hér eru nú staddir á landinu um 300 manns á Nato ráðstefnu í boði Ingibjargar. Skattgreiðendur borga. Og svo eru sumir að sjá eftir fyrirsjáanlegum kosnaði af stjórnlagaþinginu fyrirhugaða. Ja, hérna hér!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þú mátt nú ekki gera fangaverðinum of hátt undir höfði, þó vondur sé!
Auðun Gíslason, 30.1.2009 kl. 12:26
Viðkvæmni, væmni eða smámunasemi á eiginlega ekki við núna Auðun minn góður. Þetta er nú einu sinni fulltrúi okkar herraþjóðar. Mér leið t.d. óvenjuvel í nótt. Það streymdi um mig öryggiskennd þegar ég lagðist til hvílu í gærkvöld og kíkti ekki einu sinni undir rúmið áður til að athuga hvort þar leyndist ekki kommadjöfull. Nú gat ég lagt allt mitt traust á 300 manna öryggisráðstefnu. Það fer dálítið fyrir brjóstið á mér að eftir að við fundum þetta "loftrými" utanum okkur að þurfa að treysta á einhverja Dani eða Nossaraskratta í því ábyrgðardæmi að passa okkur fyrir loftsteinum. Mér er ekki launung á því að þarna treysti ég engum nema Kananum. Skítt með Guantanamo!
P.s. Ég sá þennan Craddock í sjónvarpinu í gærkvöld. Mér sýndist hann hafa afskaplega góða áru. Og ég er viss um að Bjössi bomm bomm er á sama máli.
Árni Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 17:56
"Atómstríð vild'ann hafi Keflavík....." Nú, þegar kanar ætla að rýma Guantanamo af "hryðjuverkamönnum" er kannski ráð að vista þar í framtíðinni afdankaða íslenska afglapa úr stjórnmálum og fjármálalífi. Sumir þessara afglapa hafa verið einstaklega sáttir við þá starfsemi. Þeir hljóta því að þiggja vistina þar með þökkum fyir sig!
Auðun Gíslason, 31.1.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.