31.1.2009 | 16:17
Kosningaáróður ríkisvædda Moggans. Tekur tíma að setja saman aðgerðir til að leiðrétta mistök fyrri stjórnar. Mistökin voru af óþekktri stærðargráður!
Morgunblaðið hefur kostað ríkisbankann Glitni 150 milljónir á mánuði nú um nokkurt skeið. Á endanum lendir þessir konaður á ríkissjóði=skattgreiðendum! Nú eru stuðningsmenn sjálfgræðisflokksins að reyna að semja um niðurfellingu skulda, meðal annars niðurfellinga skulda Moggans við ríkisbankann. Og þeir ganga lengra. Þeir eru að reyna að véla almenning til að leggja fram sparifé sitt sem hlutafé í bankanum. Það er ástæða til að vara almenning við að leggja sparnað sinn í fyrirtæki sem hefur verið rekið með 150 milljóna króna tapi á mánuði og telja má vonlaust að reka öðruvísi en með halla!
Nú er það spurning, hvort það geti talist siðlegt að Mogginn reki áróður fyrir sjálfgræðisflokkinn undir þessum kringumstæðum?
Ósætti um aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.