14.2.2009 | 04:51
Einsog reyndar flestir glæpir burgeisanna!
Ekki tók löggan eftir svikamyllunni í SPRON. Það er ekki fyrren nýverið að málinu var vísað til efnahagsbrotadeildarinnar. Það mál er reyndar, að sögn, eina málið sem þar er í rannsókn! En stóra svikamyllan gengur sem aldrei fyrr! Þrotabú fjárglæframannanna í bönkunum eiga veð í fasteignum stórs hluta landsmanna og engum dettur í hug að taka veðin af þeim. Það er ekki nóg að setja allt hagkerfið á hausinn heldur eiga þrotabúin eftir spillingarferil gulldrengja Sjálfstæðisflokksins (þessir sem voru í talsambandi við flokkinn) að fá að ganga hér að húseignum og heimilum landsmanna ef svo ber undir! Þarf ekki að fara að stöðva þennan fjanda? Ekki sýnir þessi nýja ríkisstjórn neinn lit til þess!
Mér er næst að halda að eitthvað verulega róttækt þurfi að eiga sér stað í landinu til að RÉTTLÆTISKENND stjórnmálastéttarinnar sýni lífsmark!
Þarf alþýða þessa lands að grípa til vopna til að verja heimili sín fyrir þessum hlaupatíkum kapítalismans?
Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:59 | Facebook
Athugasemdir
Allavegana er óhætt að pikka í helvítis rassgatið á þeim með heykvísl aðal gaurinn situr enn í seðlabankanum sem fastast hann stendur fyrir okurvaxtastýringunni að blóðmjólka landan eins og heríoneytandi að ná fyrir næstusprautu hann ber mikla ábyrgð á þessu hruni hann var forsætisráðherra þegar bankarnir voru einkavinaog klíkuvæddir.......er ekki skrítið að ísland er eina landið í heiminum sem á að rétta við efnahaginn með vaxtaokri og veitir ekki af að taka snarlega af vísitölurugglið sem engin stjórnar nema verslanir með okri á vörum og í eigu utrásamanna ekki spilar lækkun launa eða minkun vinnutíma fólks inn í þann útreikning svo hver hefur hag á verð bólgu auðvitað bankar með samkurli verslana sem okra meira til að halda uppi vöxtum . er ekki skrítið að krónan stendur nánast í sama og 2001 hvað kostuðu vísitölur þá
bpm (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 08:48
Auðunn, trúlega er heilmikið til í sögusögnum um peningaþvætti hér á landi. Eftirlitsstofnanir hafa sofið á verðinum þar sem annars staðar. Hvernig gat þetta komið fyrir eina gáfuðustu þjóð heimsins ? Einhvern tíma mældumst við líka með þeim heiðarlegustu (minnst spilltu).Getur verið, að mælingarnar hafi verið vitlausar ?
Með kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 14.2.2009 kl. 09:12
Sæll, Kristján! Sjálfsagt er til hellingur af kjaftasögum um alskyns misferli! En málið er, að fé er skorið niður til efnahagsbrotadeildar, á þessum tímum. Hvernig gat þetta komið fyrir okkur, spyrðu. Ætli skýringanna sé ekki að leita á ýmsum stöðum, sjálfsagt. Hver hefði staðan verið ef Þjóðhagsstofnun hefði starfað hér (ekki veerið lögð niður). Ég held sjálfur, að megin skýringin liggi í viðhorfum, sem fengu að þróast hjá okkur. Viðhorfi sem lýsti sér vel í Viðskiptaráði Íslands. VÍ setti eitt sinn fram eftirfarandi (ekki orðrétt): Við eigum að hætta að bera okkur saman við aðrar Norðurlandaþjóðir. Við stöndum þeim miklu framar!
Hroki og ofmetnaður?
Auðun Gíslason, 14.2.2009 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.