6.3.2009 | 21:42
"GRÆÐGI ER GÓÐ:" Græðgi er MÓTOR aðvaldsskipulagsins!
Að manni skilst, þá er græðgi góð. Við skulum ekki hneykslast. Þetta er skv. hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks (?) landsins. Græðgi er helsta driffjöður auðvaldssamfélagsins, skv. kenningu nýfrjálshyggjunnar. Og þetta kaus þjóðin, það er liðlega 36% kjósenda í síðustu kosningum, og mun kjósa í næstu kosningum. Flokkurinn sem trúir á þessa kenningu, "græðgi er góð", nýtur fylgis 30% kjósenda. Við skulum hugsa um það. Hér var græðgin sem réð ferð. Siðlaust, en sennilega löglegt. Við skulum ekkert vera hissa á svona fréttum. Skipulagið bauð uppá þetta. Ekkert sem mátti hindra menn í græðgi sinni, enda "græðgin góð". Hættan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda í næstu kosningum með fulltingi Framsóknarflokksins eða jafnvel Samfylkingarinnar. Þá mun ekkert geta hindrað að sama kerfið verði endurreist. Kerfi sem byggist á hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar: Græðgi er góð! Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins!
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.