8.3.2009 | 14:20
Glæslegur listi!
Þetta er glæsilegur listi. Nú þarf einfaldlega að koma fleirum VinstriGrænum á þing.
Kolbrún er hugsjónamaður. Hún setur umhverfismál og mannréttindi á oddinn. Og svoleiðis fer mikið í taugarnar á hægriöfgamönnum. Kosningin sýnir, hvaða áherslumál eru uppi á borðinu. Hagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir hefur verið áberandi í umræðunni um efnahagsmál og andófi grasrótarinnar. Svandís er hörkutól, sem á mikið erindi á þing núna; óhrædd við að berja á nýfrjálshyggjuliðinu. Og hefur betur oftar en ekki, sbr. einkavæðingardrauma íhaldsins í borgarstjórn. En Kolbrún þarf að komast á þing. Umhverfismálum veitir ekki af. Hægrimenn eru enda í mikilli afneitun á allt sem heitir umhverfismál! Má þar nefna einkar heimskuleg ummmæli Hannesar hugmyndafræðings og hálfguðsins Davíðs um hlýnun andrúmsloftsins.
Ég hef reyndar aðeins eina efasemd um þennan lista, það er vera Ara Matt. á honum. Ég efast um heiðarleik hans og hreinskiptni, því miður. Það verður hægt að strika hann út!
En að öðru leyti wer þetta sterkur listi. Árni Þór og Álfheiður Ingadóttir hafa verið vaxandi í umræðum á þinginu, rökföst og ákveðin! Enda bloggarar af hægrivængnum pirraðir, einkum útí Álfheiði. Og það er náttúrulega hið besta mál. Þegar þeir sjá ofjarlinn sinn verða þeir pirraðir, sérstaklega þegar við konur er að eiga!
Baráttukveðjur! Nú er að taka til í íslensku þjóðfélagi!
Keik og stolt í sjötta sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Athugasemdir
Það voru ósmekkleg skilaboð sem Kolbrún fékk frá flokkssystkinum sínum fyrir einurðina í baráttunni gegn stóriðjusturluninni. Hún lagði alla sína pólitísku framtíð undir og fékk nánast hnífinn í bakið frá eigin flokki. Ég veit ekkert um þennan Ara en ég rölti niður í Tryggvagötu í gær og náði að tylla mér hjá Árna Þór. Ég vék talinu að stjórn fiskveiða. Ég fékk námskeið í orðhengilshætti með kaffinu. Bað ekki um það.
Það þarf ekkert heljarmenni til að rífa kjaft á Alþingi við ómerkilega andstæðinga.
Árni Gunnarsson, 9.3.2009 kl. 01:22
Jæja, Árni minn! Fúll á móti? Ég get vel skilið að það sé billegt meðlætið sem þér var boðið uppá með kaffinu. Kvótakerfið er einsog úldið hræ, sem enginn vill koma nærri. Hvað varðar Kolbrúnu, þá verður kannski að hafa í huga breyttar áherslur. En Kolbrún þarf að ná inn, rétt er það. Var einhver að tala um heljarmenni?
Auðun Gíslason, 9.3.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.