27.3.2009 | 21:20
Hugsa upp á nýtt??? Einkavæðing bankanna, einkavæðing heilbrigðiskerfisins, hvað svo?
Á nú að bæti í í einkavinavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins? Fráfarandi formaður rekur hrun fjármálkerfis þjóðinnar til einkavæðingar bankanna undir forystu flokksins. Vilja nú Sjálfstæðismenn fara sömu leið með heilbrigðiskerfið? "Brennt barn forðast eldinn." En skaðbrenndur einkavæðingarflokkurinn stingur hendinni í eldinn, eða hvað? Hverslags trúarbrögð eru þetta hjá þessu fólki, þessi nýfrjálshyggja? Er hún ekki á skjön við "hin gömlu gildi" flokksins? Ætlar "fólk" að halda áfram að bregðast eða vill flokkurinn halda áfram á sömu braut?
Það er ljóst að Sjálfstæðismenn hafa ekkert lært af afglöpum sínum! Og þeir hafa heldur engu gleymt! Sama leið skal valinn. Leið flokksins, sem leiddi þjóðina nánast á vonarvöl!
Hugsa þarf heilbrigðismál upp á nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.