Skattastefna Sjálfstæðisflokksins! Bjarni Benediktsson, 3. apríl. RÚV Leiðtogaumræður í sjónvarpssal.

 

"Við höfum ekki útilokað með öllu einhverjar skattahækkanir, en við segjum enga nýja skatta."  Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Nú getur maður velt fyrir sér, hvað Bjarni átti við eða hvort það sem hann sagði, er stefna flokksins eða ekki. 

Ef maður útleggur orð þessi orð Bjarna, þá segir hann hér, að almennar skattahækkanir séu EKKI ÚTILOKAÐAR af hálfu Sjálfstæðisflokksins, en að eignaskattur á stóreignamenn og hátekjuskattur á hátekjumenn séu ÚTILOKAÐIR! 

 Það sé sem sagt í lagi að hækka skatta, ef það lendi með fullum þunga á lágtekjufólk.  Og öll vitum við, að hækkun skattprósentu kemur harðast niður á þeim sem lægstar hafa tekjurnar!

Þetta er sem sagt skattastefna Sjálfstæðisflokksins:  Almennar skattahækkanir.  Hækka skattprósentur.  Enga nýja skatta á stóreignamenn og hátekjumenn!   Þá vitum við það!

Þessi orð Bjarna má heyra á heimasíðu rúv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband