Leið Sjálfstæðisflokksins til niðurstöðu. Hversu trúverðugur er formaður Sjálfstæðisflokksins?

Fyrir áramót hljóðuðu samningsdrög og tillögur nefndarinnar, sem Geir H. Haarde skipaði, uppá að tekið skildi lán uppá þessa 1200 milljarða.  Og borga Icesave klúðrið að fullu, ekki bara að hluta.  Það var í samræmi við neyðarlögin, og kröfuna að ekki mætti gera upp á milli innistæðueigenda eftir löndum.  Afborganir áttu að hefjast strax!  Það munar sem sagt 570 milljörðum á þessari lausn og "lausn" délista-elítunnar auk vaxtanna.  Ekki fylgir sögunni, hvað gera átti við eignir Landsbankans erlendis.  Sjálfsagt átti Björgólfur að eiga þær áfram, enda töldu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins þær verðlausar með öllu.  Og svo áttu Bjöggi og Kjartan inni greiða hjá flokknum eftir alla styrkina!  Gleymum því ekki!
mbl.is Öll óvissa á kostnað Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki lágmark að fara rétt með staðreyndir. Fyrir það fyrsta vildu Sjálfstæðismenn fara með þetta mál fyrir dóm eins og allir helstu lögspekningar landsins hafa bent á að eigi að gera enda enginn lagalegur grunnur fyrir því að láta skattgreiðendur borgar þetta. Í örðu lagi þá var það Samfylkingin sem vildi ekki fara þá til að styggja ekki ESB og draga úr líkunum á því að við kæmumst þangað inn. Tillagan sem þú ert að vitna í var tillaga sendinefndar sem kom frá Bretlandi og var aldrei ætlun íslenskra stjórnvalda að framfylgja. Nú hefur hins vegar Samfylkingunni tekist að draga VG á asnaeyrunum til að skrifa upp á tékkan sem er aðgöngumiðinn í ESB. Allir áhættuþættirnir í þessu máli falla á Íslendinga sem samkvæmt ESB lögum eigum ekki að greiða þetta.

Landið (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:33

2 identicon

Já því miður gugnaði xD lét undan kröfum Samfylkingarinnar í þessu máli. Hvers vegna veit ég ekki en svona fór þetta og Smafylkingin hefur nú bundið okkur í klafa skuldafangelsis ESB stefnu sinnar.

Landið (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 18:26

3 Smámynd: Byltingarforinginn

Já, það á lengi að mjólka það að sjálfstæðismenn hafa verið við völd. Hvað með allt sem hefur verið gott í þjóðfélagi okkar? Hugsa sér hræsnina hjá manni eins og Össuri sem sagðist vilja bjóða Obama í heimsókn og sýna honum hvað við höfum það gott, sýna honum velferðarkerfið og allt annað sem við höfum byggt upp... Á SL. 18 ÁRUM! Það var ekki Össur né hans hentistefnuflokkur sem gerði það.

ATHUGIÐ svo að það er m.a. lagaprófessor í evrópurétti við H.Í sem er á öndverðri skoðun við kvikindin sem núna skríða um stjórnarráðið. Það var hins vegar sjálfasti bankamálaráðherrann Björgvin G... sem var eins og blindur héri í háu ljósunum á miðri hraðbraut... sem gaggaði að það væru þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands og auðvitað myndum við borga. Fíflið atarna, segi ég. Hann hafði ekki hundsvit á því sem hann var að segja, frekar en aðrir þarna í Samfylkingunni. Það voru bara engar þjóðréttarlegar skuldbindingar! En hann hafði þó vit á því að segja af sér ráðherradómi þegar honum var ljóst að Samfó ætlaði sér að nota populismann og fara í stjórn með VG. Hann sagði af sér, stóð svo í miðju hruninu, burstaði rykið af öxlunum og sagði: Ég er búinn að axla mína ábyrgð, nú ætla ég að snúa mér að prófkjörsslagnum.

Hvenær ætli fólk fari að sjá að ákvarðanir þessarar hentistefnustjórnar eru á hennar ábyrgð, en ekki bara afleiðing sjálfstæðisflokksins? Hve lengi ætlar fólk að vera svona blint?

Byltingarforinginn, 6.6.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Alltaf skemmtilegt, þegar fylgjendur arðræningjaflokksins endurskoða söguna!  Délista-elítan vildi ekki fara með málið fyrir dóm, einfalt mál!  Tillagan, sem ég vitna til, var samin af nefndinni sem Geir H. Haarde setti saman.  Menn geta flett þessu upp í fjölmiðlum og á vef Alþingis!  Mér þykir einkennileg aðferð að spyrða allar hugmyndir Sf við einhverja þjónkun við ESB.  Nú er farið að ásaka Vg fyrir ESB þjónkun ofaná hina vitleysuna!  Byltingarforingin verður að átta sig á því að lagaprófessorinn er ekki eini lögfræðingurinn í landinu, þó þessi sé skoðanabróðir hans.  Auðvitað átti að fara með þetta fyrir dómstóla, en því miður rann festur til þess út í boði ríkisstjórnar Geir H Haarde!   Byltingarforingin verður að átta sig á að undanfarin ár hefur Sf aðhyllst Blair-isma, sem á ekkkert skylt við jafnaðarstefnu, heldur er argvítug nýfrjálshyggja.  Kannski breytist það nú, þegar fjara fer undan fylgismönnum Ingibjargar Sólrúnar.  Þessum sem aðhyllast 3. leiðina/Blair-ismann, sem Ingibjörg Sólrún hefur oft talað um.  Og þegar báðir stjórnarflokkar aðhylltust aðgerðarleysis-stefnu frjálshyggjunnar í hagstjórninni, "kannski er bara best að gera ekki neitt"  GHH, er ekki von á góðu.  Og þannig ríksstjórn var ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar!

Auðun Gíslason, 6.6.2009 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband