Hið hugumstóra löggjafarþing!

Er það ekki verkefni hins hugumstóra þings okkar að breyta lögum þessum svo stjórna megi landinu og losna við svona kóna?  Ýmsir vindmylluriddarar gagnrýna stjórnina fyrir hugleysi og getuleysi.  Geta þeir donar ekki lagt fram frumvörp í þinginu í stað þessa að æpa sig hása um aðgerðarleysi annarra.  Löggjafarvaldið er jú hjá þinginu, ekki hjá framkvæmdavaldinu.  Að minnsta kosti í orði. 

Ýmsir höfðu stór orð um kerfislægan vanda og spillingu kerfisins í ræðum sínum í kosningabaráttunni.  Sumir þeirra tilheyra reyndar einhverju spilltasta stjórnmálaafli sem sögur fara af norðan Alpa.  Aðrir eru blautir bak við eyrun í pólitík og hafa því ekki haft tækifæri til að vefja um sig spillingarvoðinni, sem íslenskum stjórnmálamönnum hefur verið svo kær!  Nú er þetta fólk komið á löggjafarsamkomuna.  Ætla þau að láta verkin tala eða rúllar bara allt inní sama hjólfarið áfram?


mbl.is Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband