Er gúrkutíð á fréttastofum landsins? Til bjargar hverju? Málið fer í gegn einsog hnífur í gegnum bráðið smér!

Hugsum aðeins málið!  Þingið samanstendur af 63 þingmönnum.  Stjórnarþingmenn eru 34 og stjórnarandstaða 29, ekki satt.  Segjum að öll stjórnarandstaðan greiði atkvæði gegn málinu.  Það er ekkert gefið að þingmenn Vg, sem lýst hafa yfir andstöðu greiði atkvæði gegn málinu, þeir gætu ákveðið að sitja hjá.  Þeir eru 4 eftir því sem ég best veit.  Segjum svo að aðrir stjórnarþingmenn greiði málinu atkvæði sitt.  Það gerir 30-29.  Hvert er þá málið?  Gúrkutíð?   Eða óskhyggja?
mbl.is Sjálfstæðismenn til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bilunin er með slíkum eindæmum að til eru þingmenn sem ætla að skrifa undir samning sem þeir hafa aldrei lesið og fá ekki að lesa vegna þess að þeir sem eru að kúga þjóðina Bretar og Hollendingar banna að innihald samningsins er kunngert.

Er allt í lagi með ríkisstjórnarþingmennina?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Var ekki Steingrímur búinn að lofa að leggja öll gögn á borðið þegar málið yrði tekið fyrir?  Ég hlustaði á það sjálfur.  Vonandi að hann standi þá við það!

Auðun Gíslason, 12.6.2009 kl. 17:25

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, gúrkutíð.  Skal ekki að segja.

Er ekki málið frekar að mogginn er alveg að missa sig í stjórnarandstöðunni ?

Ef pælt er í umfjöllun mbl um sum mál, þá sérstaklega uppsetningu og framsetninguna, þá má greina sterka tilhneigingu til að færa allt á verri veg fyrir núverandi stjórnvöld.  Td. eru þeir farnir að birta myndir af SJS í svipuðum stíl og vestrænir fjölmiðlar birta myndir af Akmadínadjef íransforseta.  Hnefi eða hönd á lofti etc opinn munnur o.s.frv.

Og í þessu ákv. tilfelli er fyrirsögnin: "sjallar til bjargar"

Það er ekkert aðalatriðið í ummælum Jóhönnu ef myndbandið er skoðað.  Hún segir í framhjáhlauði að hún búist nú við að sjallar muni styðja málið ef forsaga þess er höfð í huga - og það er viturlega mælt.

Fyrirsögnin ætti eiginlega að vera eitthvað svona: "Ætla sjallar að taka U beygju"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2009 kl. 17:40

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Er einhver von til þess að délistinn geti verið sjálfum sér samkvæmur?  Mogginn hefur alltaf verið málgagn hægrimanna, délistans!

Auðun Gíslason, 12.6.2009 kl. 17:50

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ætli Davíð hlæi ekki núna og hugsi kannski svona? "látum vinstristjórnina þrífa skítinn eftir okkur og svo tökum við sjálfstæðisMENN aftur við"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2009 kl. 18:59

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Mætti segja mér það, Anna!  Það hlakkar örugglega í DODO og mest yfir óförum eigin manna:  Án mín eruð þið í djúpum skít!  Svona í beinu framhaldi af Landsfundarræðunni, sem flokksmenn klöppuðu fyrir í hálfa klukkustund og skildu ekki að "jókurinn" var á þeirra kostnað!

Auðun Gíslason, 12.6.2009 kl. 20:41

7 Smámynd: Kommentarinn

Moggin hefur alltaf verið hallur undir XD og mikið fylgi XD í gegnum tíðina held ég að sé að töluverðum hluta vegna áhrifa þeirra í mogganum sem var leiðandi fjölmiðill. Moggin er minna lesinn í dag og gráta þeir það mjög með því að rakka niður aðra miðla og kalla þá baugsmiðla...

Kommentarinn, 13.6.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband