"Eruði hræddir, drengir."

Það er víst farið að fara um suma, það er ljóst!  Hér hefur verið lenska að strjúka auðmönnum bak og fyrir.  Vonandi líðin sú tíð sem var, að skýrslum um stórfeld skattsvik sé stungið ofaní skúffu einsog gert var hér síðast (held ég) 2004.  Ég er ekki að segja að Sigurður sé nefndur þar sérstaklega á nafn (best að hafa vaðið fyrir neðan sig, þó ég eigi ekki von á að SGG eyði púðri sínu á nobody einsog mig), en einhverjir hljóta að hafa haft tök á því að stinga 34 milljörðum undan 2004 og svo sífellt hærri upphæðum á árunum þar á eftir!  Og það þó hér hafi verið búið að koma á skattaparadís fyrir fjármagnstekjueigendur og fyrirtæki af Sjálfstæðisflokknum og meðreiðarsveinum þeirra.

Einhverjar mjálmkellingar telja að Eva Joly taki heldur stórt uppí sig, ég held ekki!  Mér finnst alveg óþarfi að tipla hér á tánum kringum kapítalistana og hrunið þeirra.  Og að Eva Joly geri ráð fyrir að hér hafi fjármálaglæpir átt sér stað er alveg eðlilegt!  Reynslan segir að svo sé og hún er ekki eini sérfræðingurinn sem látið hefur það útúr sér.  Skattsvikaskýrslan segir það líka.

Og að ekki megi segja þetta, er einsog að halda því fram að ekki megi setja á stofn sérstakan saksóknara um hrunið.  Það sé nefnilega yfirlýsing um að hér hafi glæpamenn um vélað!  Kannski eru þessir saksóknarar til óþurfta einna því að hér séu allir saklausir, þar til sekt þeirra er sönnuð. 


mbl.is Málflutningur Joly gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það verður kannski gósentíð hjá lögmönnum?

Sigurður Þórðarson, 13.6.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Gósentíð lagaklækjarefa, sem kunna það eitt til varnar í málum að æpa vanhæfi, vanhæfi?

Auðun Gíslason, 13.6.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það tók Danina 6 mánuði að afhjúpa Bagger og dæma í 7 ár. Hann óttast þessi vinnubrögð. Besta leiðin svo ekki gerist er að komu Evu burt.

Finnur Bárðarson, 13.6.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband