15.6.2009 | 15:19
Kaupthingssprellið. Lögfræði 101 Reykjavík.
Skv. lögfræðiáliti lögfræðinga Kaupthings eru starfsmenn ekki ábyrgir fyrir lánunum sem þeir sló til að kaupa sér hlutabréf í bankanum. Ástæðan: Þeir máttu ekki selja bréfin! Og þar með þurfa þeir ekki að borga lánin!
Helvíti af hafa ekki vitað af þessu fyrr. Við sem keyptum íbúðir af "Verkamannabústöðum" á sínum tíma máttum ekki selja íbúðirnar okkar. Ef við vildum losa okkur við þær leystu "Verkamannabústaðir" þær til sín. Það er helvíti að hafa ekki vitað af þessari lögfræðikrækju fyrr, því skv. þessu hefði maður getað búið frítt í íbúðinni um aldur og ævi! Og jafnvel látið "Verkamannabústaði" sjá um viðhaldið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Athugasemdir
Sprellið er nú ekki endilega búið fyrr en þessir öflugu "kaupendur" sem aldrei voru kaupendur en ötluðu kannski að verða kaupendur, eða þannig sko-og þó? eru búnir að borga skattana af þessum "fríðindum."
Árni Gunnarsson, 15.6.2009 kl. 17:19
Já hver er nú að meika það feitt? Lögfræðideildin verður víst ekki í vandræðum með að snúa útúr skattalögum. Og er þetta ekki allt saman í einhverjum einkahlutafélögum skráð sem tap og engar eignir?
Auðun Gíslason, 15.6.2009 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.