Traust. Hér lýsi ég eftir því trausti í þjóðfélaginu, sem sárlega er saknað!

Ég ætla ekki að fara nánar útí það hvernig háttað er með þetta traust hér í þessu þjóðfélagi.  Það geri ég hér fyrir neðan í eldri færslu.  Þessa trausts sem skortir svo mjög á í þjóðfélaginu og verður æ minna með hverjum deginum sem líður.  Atferli manna hér í þjóðfélaginu, embættismanna, viðskiptamanna og stjórnmálamanna er þannig að engum er orðið treystandi, svei mér þá.  Ráðherra viðskipta lýsir því yfir að gerningar núverandi og fyrrvarandi bankamanna standi, þrátt fyrir að í augum borgaranna sé augljóst að hér sé í gangi hin versta svikamylla.  Og breytir engu þó bankarnir eigi að heita komnir í almannaeigu, framferðið versnar bara ef eitthvað er.  Vanhæfir embættismenn eiga að hafa sjálfsdæmi um, hvort þeir sitja áfram í stöðum sínum.  Þó hefur verið sýnt framá að hægt er að leysa þá frá störfum.  Og svo framvegis!

Þegar á ríður að þjappa þjóðinni saman,  blása menn til ófriðar.  Menn sem gætu lægt öldurnar með því að segja af sér sýna oflæti sitt og hroka með því að þumbast við, og fara hvergi.

Þegar mest á ríður að koma á friði, ró og trausti í þjóðfélaginu stofna stjórnmálamenn til ófriðar í þeirri von, að þeir geti komið sjálfum sér til valda með pólitískum refskákum.

Nú lýsi ég eftir trausti, ró og friði!  Að menn láti persónur sínar og metnað víkja fyrir nauðsyn þjóðarinnar á trausti og friði um þau verk sem vinna þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Vandinn er að traust er áunnið, ekki úthlutað. Annars væri þetta auðleyst mál.

Íslendingar eru alveg frábærir í að glata trausti.  Og líka í að treysta vitlausu fólki.

En endrum og eins rötum við á rétt fólk. Verst að það situr á bekk með öllum hinum og lítur eins út.

Og verður eins á endanum.

Hafi það yfirleitt einhverntímann verið öðruvísi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.6.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband