Fyrir millistéttina? Og hvað með lágtekjufólkið?

Það er nefnilega ljóst, að einhverjar tekjur þarf fólk að hafa til að fá 30 milljón króna lán hjá Íbúðalánasjóði.  Þessi hækkun er því ekki miðuð við að greiða úr vandræðum lágtekjufólks, sem í samræmi við siðvenjur og hefðir þessarar þjóðar, fer einna verst útúr kreppunni, þrátt fyrir að góðærið færi framhjá garði þessa fólks í samræmi við sömu siðvenjur og hefðir þessarar þjóðar.

Hvað á að gera fyrir lágtekjufólk hér?  Ekkert?  Sennilega, það er nefnilega ekki vaninn!  Við viljum nefnilega bara rétta bágstöddum fátæklingum hjálparhönd í útlöndum!  Og munum, það er engin fátækt til á Íslandi!


mbl.is Leggur til hækkun hámarkslána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað viltu láta gera fyrir lágtekjufólk ? Er ekki félagsíbúðir og fl sem sveitafélögin hafa til að úthluta og eru ekki leigubætur líka við líði ennþá , svo er það þannig að sá sem ekkert átti fyrir hefur varla tapað miklu. Ætli það sé ekki flest heimili hjá fólki sem þú kallar millistétt sem hefur tapað í þessari kreppu og ef það hjálpar að hækka hámarkslán íbúðarsjóðs þannig að fólk getur verið með eitt lán í staðin að vera með fleiri, þá er það gott mál. Síðan á fólk að hætta þessu væli og fara að reyna að vinna sig út úr þessu ástandi, það gagnast engum að vera væla og segja að aðrir hafi það betra en maður sjálfur, það lagar ekki ástandið .  Lifðu vel og lengi kv Sævar

Sævar Matthíasson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Hér hefur aldrei verið væl, Sævar Matthíasson!  Enda virðist millistéttin telja að hún hafi einhverja forgangskröfu í vælukórnum!  Hugtakið "millistétt" er ekki uppfinning mín heldur viðurkennt hugtak í pólitískri og félagslegri umræðu!

Snúum okkur nú að málefninu, sem Sævar telur best komið í leiguíbúðum félagsíbúða, einhverjum versta kostinum á húsnæðismarkaðnum.  Hér var í eina tíð við líði Verkamannabústaðakerfi, í daglegu tali.  Það var aflagt af einkavæðingarsinnum úr Framsókn og Sjálfstæðisflokknum á leið þeirra til að leggja af svokallað félagslegt kerfi fyrir fullt og allt.  Sem betur fer vannst þeim ekki tími til að leggja af Íbúðalánasjóð, einsog til stóð.  Þetta kerfi, verkamannabústaða, teldi ég góða lausn fyrir lágtekjufólk! 

 Heldur finnst mér þessi athugasemd Sævars geðvonskuleg og svo kveðja alsekki í samræmi við hana!

Auðun Gíslason, 18.6.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband