20.6.2009 | 10:55
Undirbúningur hafinn að nýju bankahruni?
Rétttrúnaðartilhneigingar SJS leyna sér ekki. Þessi stofnun á að undirbúa eina alsherjar einkavæðingu á fjármálakerfinu uppánýtt. Ekki hefur heyrst orð um að ríkið komi til með að halda eftir hluta fjármálakerfisins að hætti Norðmanna. Nei, í anda frjálshyggjunnar skal hafin einkavæðing í rjúkandi rústum fyrri einkavæðingar!
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?
Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?
(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935)
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 11:01
Þú og þinn Sjálfstæðisflokkur með sitt kaldastríðshugarfar! En ljóðið er gott! Annars var ég nú bara að vitna til frænda okkar Norðmanna! Svona höfum við það í Noregi, segir Eva Joly...
Auðun Gíslason, 20.6.2009 kl. 11:05
Auðun:
Norðmenn geta trútt um talað með sína olíumilljarða!
Ég veit ekki til þess að Eva Joly sé andsnúin ESB?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 21:03
Heyrðu fyrirgefði ég missti af athugasemd þinni. Olíumilljarðar? Ég var nú að tala um hugsanlegan eignahlut ríksins í bönkunum í framtíðinni. Stjórnvöld í Norge treysta einkaauðmagninu illa, því halda þeir í hluti ríkisins. Nei, Eva er ekki á móti ESB, ekki frekar en þú eða ég. Ath. sumir í Vg eru ekki á móti ESB, þvert á móti!
Auðun Gíslason, 22.6.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.