Opið bréf til Árna Matthíassonar umsjónarmann bloggsins!

Mér hefur borist eftir farandi bréf frá umsjónarmanni bloggsins:

"Í færslu á bloggsíðu þinn, "Ríkisstarfsmaðurinn Guðbjörn Guðbjörnsson", ýjar þú að því að nafngreindur einstaklingur hafi verið starfsmaður leyniþjónustu erlendra alræðisstjórnar.  Ummælin eru eftirfarandi:"

Ummælin verða menn að lesa í nefndri færslu hér að neðan, þar sem ég hef, af gefnu tilefni(?), verið beðinn um að gæta orða minna eftirleiðis!!!

 "Að okkar mati er þetta brot á skilmálum bloggsins en í þeim segir meðal annars svo:

"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglega efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða."

Í ljósi þess að við höfum áður þurft að hafa afskipti af þér vegna bloggskrifa legg ég ríka áherslu á að þú gætir orða þinna betur framvegis."

Með kveðju,

Árni Matthíasson."

Nú er til að taka að svara bréfkorni þessu og skýra mál fyrir bæði kunnugum og ókunnugum, og svo sérstaklega þér,  Árni minn!

Árni vísar í að umsjón bloggsins hafi "áður þurft að hafa afskipti af þér" (löggulegra verður það nú ekki).  Þar á hann við bloggfærslu, þar sem ég var að fjalla um sérstaka vini Ísraelsríkis og gagnrýndi þá harðlega fyrir að styðja stjórn þessa ríkis vegna hryllilegra ofbeldisverka hermanna Ísraels, sem öllum eru kunnug í dag.  Verk þessa ríkis sæta nú sérstakri rannsókn alþjóðasamfélagsins vegna meintra stríðsglæpa.  Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni þótti ég nota orð um sig og vini sína, sem ekki mætti nota að hans áliti.  Og stjórn bloggsins tók undir það.  Enda Morgunblaðið þekkt fyrir stuðning sinn við Ísrael!

Hvað varðar þessi ummæli mínu í þessari færslu, sem Árni gerir athugasemd við, um "Ríkisstarfsmanninn...", þá var þar um að ræða andsvara við færslu Guðbjörns Guðbjörnssonar.  Sett fram sem einskonar háðsádeila í svipuðum tón og færsla GG., sem bar yfirskriftina:  "Sovét Ísland óskalandið hvenær kemur þú."

Ummælin eru innan sviga og með feitletruð spurningarmerki (?).  Ætti þessvegna að vera sérhverri sæmilega skynugri manneskju ljóst að ekki var meint bókstaflega í ljósi þess, að á undan eru nefnd nokkur störf  og menntun umræðuefnisins utan svig!  Umræðuefnið gerði svo athugasemd, sem ég svaraði með viðbótarfærslu þar sem ég tók fram feitletra og með stórum stöfum, að umræddur hefði EKKI gegnt nefndu starfi, sem grínast var með!  Heldur óvarlega!

En nú að færslu Guðbjörns, sem ég taldi mig vera að svara.  Ég tek mér það bessaleyfi að birta kafla úr henni:

 

19.6.2009 | 21:53

"Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?

Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935) 

 

"Loksins hefur ósk eða draumur frænda míns og dalamannsins, Jóhannesar úr Kötlum, ræst og byltingin hefur haldið innreið sína á Íslandi. Allt hefur þetta gerst án nokkurra teljandi blóðsúthellinga! Í stað þess að fyrsta skotinu væri hleypt af frá herskipinu Áróru í höfninni í Sankti Pétursborg, byrjaði áhlaupið hér á Íslandi með því að eggjum og tómötum var kastað í Alþingishúsið.

Íslenska fólkslögreglan - vinur litla mannsins (þ. Die Isländische Volkspolizei) - stóð aðeins hjá og sópaði saman ruslinu þegar uppreisnarhetjurnar fóru. Á Íslandi var enginn hvítur her, heldur aðeins rauður, og því gátu uppreisnarmennirnir lagt undir sig landið án nokkurrar teljandi mótspyrnu.

Í margar vikur hefur forsætisráðherra hamast á því, að enginn hjá ríkinu eigi að vera á hærri launum en 900 þúsund krónum á mánuði. Ekki er á Jóhönnu Sigurðardóttur að heyra að einhverjar undantekningar verði gerðar á þessari reglu, hvort heldur er um að ræða eftirsótta lækna með langt sérnám að baki, forstöðumenn ríkisstofnana, forstjóra ríkisfyrirtækja eða annarra fyrirtækja í opinberri eigu eða aðra embættismenn ríkisins. Ég á nefnilega fastlega von á því að það sama gildi um öll fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkisins, en gera má ráð fyrir því að stór hluti fyrirtækja á Íslandi verði kominn í hendur ríkisins áður en árið er liðið.

 

Ríkisstjórnin þurfti ekki að að senda rauðliðana sína inn í framleiðslufyrirtækin til að yfirtaka þau. Nei, eigendur fyrirtækjanna afhenda ríkisbönkunum lyklana að fyrirtækjunum án nokkurrar teljandi mótstöðu. Við, sem hlutum menntun okkar fyrir austan járntjald, bíðum spennt eftir samyrkjubúunum! Um nokkurn tíma hefur Vinstri stjórnin unnið að 4 ára áætlun sinni og bíður þjóðin spennt eftir henni.

Örlög starfsmanna þessara nýju "ríkisfyrirtækja" hljóta að vera þau sömu og annarra ríkisstarfsmanna eða laun upp á 150.000 kr, þótt forstjórar megi búast við launum allt af 899.000 kr!

Almenningur tekur eignaupptökunni ekki síður vel en eigendur framleiðslufyrirtækjanna. Lyklar af íbúðarhúsnæði streyma inn til ríkisbankanna, en fyrir gæsku ríkisvaldsins og okkar miklu, óskeikulu og dáðu leiðtoga fær þetta fólk þó að fá að búa í eigin húsum fyrst um sinn. Einn hvítliði á Álftanesi eyðilagði reyndar eigur ríkisins fyrir skömmu og hafa ríkisbankarnir miklar áhyggjur ef slíkir hlutir myndu stigmagnast og endurtaka sig. Hugsanlegt er að beita lögregluvaldi til að koma í veg fyrir slík skemmdarverk. Í þetta hús hvítliðans, sem var eyðilagt, hefði t.d. einhver barnmörg, fátæk verkamannafjölskylda getað flutt í, en út í þetta hugsaði ekki þessi óvinur hinna vinnandi stétta (þ. Klassenfeind).

 

Ég bíð nú spenntur eftir næstu yfirlýsingu Vinstri stjórnarinnar"    Feitletranir og leturstækkanir eru mínar AG. 

Hér skrifar Guðbjörn "satíru" að eigin sögn.  Enginn er nafngreindur í skrifum þessum.  Hér gerir GG því skóna að við völd á Íslandi sé ólögleg ríkisstjórn, sem hafi tekið völdin í byltingu "án nokkurra teljandi blóðsúthellinga."  Fólkið, sem styður ríkisstjórnina eru rauðliðar.  Og ríkisstjórnin, sem allir vita hverjir sitja í, styðst við rauðan her. Samkvæmt orðum GG fer hér fram eignaupptaka að boð ríkisstjórnarinnar, að vísu án teljandi mótspyrnu þeirra, sem sviptir eru eigum sínum.  Tilvísum GG í meintan rauðan her vísar hér til Rauða hersins, rauðliðanna, í borgarastyrjöldinni í Sovétríkjunum, sem skall á í kjölfar byltingarinnar.  Óþarfi er að rekja það orð sem rauði herinn, rauðliðarnir, hafa á sér, sérstaklega meðal hægrimanna!

 

Sem sagt eftir skrifum Guðbjörns að dæma:  Hér situr ólögleg ríkisstjórn, sem tók völdin með byltingu!  Beitt var ofbeldi við valdatökuna, en þó án teljandi blóðbaðs!  Lögreglunni er gefið nafn, sem minnir á lögreglu Austur-Þýskalands.  Og sagt, að hún hafi látið valdaránið fara fram afskiptalaust!  Aðeins sópað upp ruslið eftir byltinguna.  Talað er um tilvist Rauða hersins á Íslandi, sem ríkisstjórnin beiti þó ekki við eignaupptöku fyrirtækja og heimila.  Án teljandi mótspyrnu.

Hvað ætli Guðbjörn ýji hér að mörgum brotum á lögum og stjórnarskrá, sem ríkisstjórnin, stuðningsmenn hennar og fólkið á Austurvelli á að vera sekt um?  Ég legg til að umsjónarmaður bloggsins láti lögmönnum sínum það eftir að telja þau!  En sjálfsagt er alltílagi að skrifa svona um ríkisstjórnina, stuðningsmenn hennar og fólkið á Austurvelli.  Valdarán, bylting, ólöglegur her, rauður her, ólögleg eignaupptaka o.s.frv. aðeins ef maður nefnir engin nöfn og ef um vinstri menn er að ræða!

Húsbrjóturinn af Álftanesi er svo nefndur hvítliði, en á þeim hafa hægrimenn mikið dálæti.  Þeir börðust fyrir borgarastéttina í borgarastyrjöldinni í Sovét og voru hetjur miklar taldar af hægrimönnum, m.a. skríbentum Morgunblaðsins!  Eina hetjan í skrifum Guðbjörns er sem sagt húsbrjóturinn!  En sú ríkisstjórn sem reynir að hreinsa upp rústirnar eftir 18 ára valdaferil Sjálfstæðisflokksins og endurreisa þjóðfélagið eru valdaræningjar. Og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru blóðidrifnir rauðliðar a la sovét!  Meðan maður nefnir engin nöfn eru svona skrif í lagi!  Svo mörg voru þau orð. 

Nú vænti ég þess að þú, Árni Mattíasson, hafir afskipti af fólki sem svona skrifar.  Vænir hér ríkisstjórnina um ótal lögbrot og stjórnarskrárbrot með skrifum sínum, svo og stuðningsmenn hennar.  Spurning hvort svona skrifa geti valdið skaða, einsog vísað er í í skilmálum bloggsins. 

Kær kveðja,  Auðun Gíslason.  Ekki rauðliði, en gagnrýninn stuðningsmaður löglega kjörinnar ríkisstjórnar íslenska lýðveldisins og einn af fólkinu á Austurvelli.  Meðlimur í VinstriGrænum.  Ekki valdaræningi, heldur tiltölulega friðsamur borgari!  Og má yfirleitt ekki vamm mitt vita! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já þær eru dálitið áhugaverðar þessar "satírur" Auðun minn. En þessi færsla hans Guðbjörns með tilvitnun í Sovét-Íslandið hans Jóhannesar úr Kötlum opnar nú loksins augu mín fyrir því að ekki er allt sem sýnist um pólitískar hræringar í okkar grunlausa samfélagi. Seint hefði ég af eigin gáfnafari komið auga á til dæmis það að hann Geir Jón Þórisson er ekkert annað en foringi byltingarlögreglu rauðliðanna íslensku! Og sjálfur var ég grunlaus þátttakandi í valdaráni ykkar kommúnistanna. Og kosningarnar s.l.vor ekkert annað en sýndarmennska því líklega hafa þá allar kosningatölur verið falsaðar. (þetta síðasta var frá eigin brjósti sem nú er þrútið af harmi yfir þessum ósköpum öllum.)

Greinilega er það engin tilviljun að nú hefur verið ákveðið að leggja niður Varnarmálastofnun, Nú kemur mér í hug að það hefur ekki lengi heyrst frá Davíð okkar Oddssyni ástsælum leiðtoga þjóðar vorrar. Hefur einhver séð hann? - Getur verið að þið þessir dj. rauðliðar séuð búnir að koma honum fyrir?

Eins og hann Sverrir minn Hermannsson segir stundum: -Ja, nú þykir mér stungin tólg! 

Árni Gunnarsson, 22.6.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, Árni minn!  Við ættum kannski að ganga í þennan Rauða Her?  Einhvern mála hljóta þeir að geiða, þó ekki nema einhvert glingur og gull úr eignaupptökunni, sem fram far á heimilum borgarastéttarinnar.  DODO er sjálfsagt geymdur í einhverri neðanjarðarvistarveru við vondan viðurgjörning!

Annars er þetta hálfgerður viðrekstur í íhaldinu.  Ekki nema eitt stykki hvítliði í landinu.  Öðruvísi mér áður brá!

En leitt að heyra að þú hafir leiðst útí að skella valdstjórninni í landinu!

Auðun Gíslason, 22.6.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Blessaður vertu - Árni Matt hefur rifið ófáar greinar eftir mig út af blogginu eins og hina gagnmerku: "Skítur sakar kúk um að sverta saur." - Þú manst þegar Davíð Oddsson var að fegra sig á kostnað Jóns Ásgeirs fyrir eitthvert bull. Pointið er jú að þeir voru og allir drullusokkar og makalaust að MBL tæki þátt í yfirklórinu þeirra (með því að benda hvor á annan sem sökudólg þegar báðir eiga skilið fangelsisdóma).

Það er bara að hundsa svona ritskkoðunarvitleysu. MBL er Málgagn BLáu handarinnnar, þar hefur ekkert breyst.

Stend við það Árni Matt - Davíð er harðasti kúkurinn á saurhaugnum. Glæpurinn er, merkilegt nokk, EKKI að benda á það.

...skemmtilega tvíeggjuð þessi síðasta setning.

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.6.2009 kl. 20:01

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, blogglöggan er fljót til þegar hægrivinirnir flauta!

Auðun Gíslason, 23.6.2009 kl. 20:06

5 Smámynd: Hlédís

Sælir, kæru Auðun, Árni og Rúnar Þór!

Mér sárnar við Árna Matt, að hafa ekki veitt mér tiltal svo mikið sem hálfu orði!  - Lagði mig þó í framkróka til að verðskulda það allan veturinn og fram á sumar. 

BTW - held ég helst, að téður Guðbjörn sé á hraðleið til "vinstri", - amk burtu frá Flokknum Eina.

Hlédís, 25.6.2009 kl. 16:44

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Hlédís!  Það er ekki sama hver bloggarinn er og alls ekki sama hver kvartar!  Baráttukveðjur!

Auðun Gíslason, 25.6.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband