Óskhyggja Morgunblaðsins?

Það er óskiljanlegt, að menn bindi vonir við að Ögmundur standi ekki við sannfæringu sína og sannfæringu.  Ögmundur er á móti því að við greiðum Icesave, en hann mun ekki láta atkvæði sitt fella ríkisstjórnina.  Hafi menn hlustað á Ögmund, og taki þeir hann alvarlega, sem ég vona að menn geri núorðið, þá sagði hann eftirfarandi:  Allur málflutningur stjórnarandstöðunnar miðar að því að fella ríkisstjórnina.  Til þess ætla þeir að nota þennan samning.  þeir tala jafnvel einsog þeir hafi aldrei viljað semja.  Og jafnvel einsog ekki sé neinn samningur á borðinu.  Og hægt sé að hlaupa frá málinu, og þar með sé það gleymt!  Þeir vona, að nógu margir þingmenn stjórnarinnar muni greiða atkvæði gegn Icesave.  Og þar með falli stjórnin.  Allur málflutningur stjórnarandstöðunnar snýst um þetta.  Og beinist í þessa átt!

Ögmundur mun ekki gera þeim þetta til geðs.  Frekar mun hann greiða atkvæði með samningnum, þó hann telji að við eigum ekki að greiða Icesave reikninginn.  REYNDAR EINSOG VIÐ FLEST!  Það er nefnilega sannfæring Ögmundar, að hagsmunum íslensku þjóðarinnar sé ekki borgið með nýrri frjálshyggjusinnaðri stjórn.

Þegar hér er skrifað um stjórnarandstöðu er átt við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.  Ég hef einfaldlega ekki heyrt málflutning Borgarahreyfingarinnar.  Hún er reyndar sá hluti stjórnarandstöðunnar, sem hægt er að taka alvarlega.  Hún hefur ekki stundað þann sandkassaleik sem EnneinnBjarni og Sigmundur, auðmannasynirnir, leiða flokka sína í!


mbl.is Ögmundur ekki ákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

fari þið bara öll norður og niður, ég ætla ekki að borga neitt!

Jónas Jónasson, 2.7.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þú verður þá væntanlega að draga þig algerlega í hlé eða flytja úr landi!  Til þess hefur þú sjö ár, einsog einhver benti á!

Auðun Gíslason, 2.7.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Jónas Jónasson

söfnunin er þegar hafin.

Jónas Jónasson, 2.7.2009 kl. 17:50

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Fyrir farinu?  Gangi þér vel!

Auðun Gíslason, 2.7.2009 kl. 17:51

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta tek ég undir. Nákvæmlega svona lítur það út fyrir mér eftir að hafa hlustað á Ögmund í þinginu áðan. Og sannarlega hef ég enga trú á því að neitt annað vaki fyrir þingmönnum og forystusauðum sjallanna en það eitt að fella ríkisstjórnina.

Árni Gunnarsson, 2.7.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Takk fyrir, Árni!  Alltaf gott að eiga skoðanabræður!  Ekki eru þeir svo margir svona yfirleitt!  P.s.  Ég er alltaf að vona að hér ryðjist inn einhverjir frjálshyggjubjálfar svo ég geti bölsótast svolítið í þeim!  Einmitt núna er Illugi eða Sjóður9 að tala eða réttara sagt að fara með rulluna sína.  Verður alltaf einsog dauður þorskur til augnanna þegar hann fer með sína rullu og firrur!

Auðun Gíslason, 2.7.2009 kl. 18:05

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Vegna frjálshyggjupésanna.  Er alveg tilbúinn að skrifast á við þá um Tælandi barnaskap og bókina The Boy's of Brazil!  Núna rétt áðan fór Sjóður9 að tala um að eitthvað væri óréttlátt.  Mér brá!  Ekki fannst honum óréttlátt að þjóðin væri látin bæta eigendum Sjóðs9 peningana sem sjóðsstjórnin tapaði, eða hvað?  Réttlátt?  Laun heimsins eru vanþakklæti ekki réttlæti?  Enn Sjóður9 hrópar:  Kiddi, kyrkt'ann, kyrkt'ann, þú hefur hann!

Auðun Gíslason, 2.7.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband