14.7.2009 | 11:33
Endurhæfa þarf starfsfólk bankanna! "Hvað gerðist?"
Viðhorf þjónustufulltrúa bankanna virðist einkennast af miklum skorti á þekkingu og þjónustulund. Það er jafnvel þannig, að það er einsog þessir starfsmenn séu ekki alveg með á nótunum.
Vinir mínir reka fyrirtæki. Þau hófu reksturinn ca. ári fyrir hrun. Fóru með velútbúna rekstraráætlun í bankann og fengu þá fyrirgreiðslu sem þau þurftu. Það þarf ekki að spyrja að því ,en reksturinn gekk allur úr skorðum við hrunið í haust. Uppúr áramótum fóru þau í bankann. Fengu þar viðtal við þjónustufulltrúann. Sýndu breytingarnar, sem höfðu orðið á rekstrinum við hrunið svart á hvítu, og fóru fram á breytingar á láni og fleira.
Fulltrúi bankans spurði: Hvað gerðist?
Ráðþrota gegn úrræðaleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og þú alhæfir svona um heila starfsstétt án þess að blikna? Alveg rólegur.
Starfsmaður (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 13:51
Já, ég tel að alhæfa þurfi svona þegar bjóða þarf heilli stétt uppá endurhæfingu. Nú er starfsumhverfi bankamanna allt annað en það var! Og síendurtekið er fólk að lenda í undarlegustu uppákomum í samskiptum sínum við þessa starfsmenn sem enn eru staddir 2007, sumir hverjir!
Auðun Gíslason, 14.7.2009 kl. 14:28
Og bankamenn! Ekki vera hér á blogginu í vinnutímanum!
Auðun Gíslason, 14.7.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.