Þá verður að fella tillöguna um ríkisábyrgð á Icesave-láninu! Tvær flugur í einu höggi.

Innlent - fimmtudagur, 16. júlí, 2009 - 10:29

Financial Times: Bretar og Hollendingar koma í veg fyrir ESB-aðild Íslands verði Icesave fellt

esb2.jpgSérfræðingar sem breska stórblaðið Financial Times hefur rætt við spá því að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu ef Alþingi fellir ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu.

Þetta kemur fram í blaðinu í dag.

Financial Times fjallar um umræðurnar á Alþingi og í þjóðfélaginu um ESB og Icesave. Það vitnar í Svein Harald Oygard seðlabankastjóra sem segir að þjóðin geti staðið undir skuldabyrði Icesave, en segir að efasemdir séu um það meðal almennings.

Fleiri erlendir fjölmiðlar og fréttastofur fjalla um stöðu mála á Íslandi í dag, svo sem Wall Street Journal, BBC, Deutsche Welle og Reuters.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband