24.7.2009 | 13:11
Vöxtur og vextir og vaxtavextir! Og skortur hagfræðinnar!
Hagvöxtur eykst rétt eftir að kreppunni líkur. Það er á meðan verið er að koma nauðsynlegri þjónustu í gang og endurreisa fyrirtæki sem auðvelt er að koma í rekstur aftur. Og síðast, fólk verslar vöru og þjónustu sem það gat verið án og gat sparað við sig í kreppunni. Endurnýjar eitt og annað sem gekk úr sér meðan ekki voru til peningar til að endurnýja. Þetta er hin einfalda hagfræði heimilisins. Byggð á almennri skynsemi. Þarf engan langskólagenginn hagfræðing til að segja manni þetta. Sem sagt vöxturinn tekur smá kipp, yfirskot, en hægir svo snarlega á sér aftur!
Hvað sagði Sverrir: Guð forði mér frá hagfræðingum? Eða hvað?
Skilgreining Skarfsins á hagfræði nútímans: Hagfræði er frjálshyggjukjaftæði, sem búið er að klæði í algebru-búning! Helstu stærðir eru klæddar í feluhugtakið "skort" og um þær stærðir snúast dæmin sem hagfræðingur sveitist við að leysa alla daga!
Feluhugtak= hugtak sem tjáir eitthvað allt annað en nafnið sem það ber! Stöku sinnum er þó beint samband milli nafnsins og inntaksins.
Hraður vöxtur eftir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er það þetta "Stöku sinnum" eða Feluhugtakið, sem er athyglisvert!
Auðun Gíslason, 25.7.2009 kl. 22:02
Hinn duldi tilgangur er oft umhugsunarverður!
Auðun Gíslason, 25.7.2009 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.