Vöxtur og vextir og vaxtavextir! Og skortur hagfræðinnar!

Hagvöxtur eykst rétt eftir að kreppunni líkur.  Það er á meðan verið er að koma nauðsynlegri þjónustu í gang og endurreisa fyrirtæki sem auðvelt er að koma í rekstur aftur.  Og síðast, fólk verslar vöru og þjónustu sem það gat verið án og  gat sparað við sig í kreppunni.  Endurnýjar eitt og annað sem gekk úr sér meðan ekki voru til peningar til að endurnýja.  Þetta er hin einfalda hagfræði heimilisins.  Byggð á almennri skynsemi.  Þarf engan langskólagenginn hagfræðing til að segja manni þetta.  Sem sagt vöxturinn tekur smá kipp, yfirskot, en hægir svo snarlega á sér aftur!

Hvað sagði Sverrir:  Guð forði mér frá hagfræðingum?  Eða hvað? 

Skilgreining Skarfsins á hagfræði nútímans:  Hagfræði er frjálshyggjukjaftæði, sem búið er að klæði í algebru-búning!  Helstu stærðir eru klæddar í feluhugtakið "skort" og um þær stærðir snúast dæmin sem hagfræðingur sveitist við að leysa alla daga!

Feluhugtak= hugtak sem tjáir eitthvað allt annað en nafnið sem það ber!  Stöku sinnum er þó beint samband milli nafnsins og inntaksins.


mbl.is Hraður vöxtur eftir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Er það þetta "Stöku sinnum" eða Feluhugtakið, sem er athyglisvert!

Auðun Gíslason, 25.7.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Hinn duldi tilgangur er oft umhugsunarverður!

Auðun Gíslason, 25.7.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband