Birgitta: Það er ljótt að hlæja að aumingjum! Skammastu þín Ólína!

Nei,  í alvöru talað, EINELTI ER ÓLÍÐANDI, hvort heldur á vinnustöðum, skólum eða hvar sem er.  Og því miður má halda því fram að einelti hafi viðgengist á Alþingi um árabil.  Ég held því fram, að að minnsta kosti tveir þingmenn hafi sætt einelti af hálfu annarra þingmanna á fyrri kjörtímabilum.

Ófriðurinn sem skapaðist í kringum skólameistarann Ólinu Þorvarðardóttur hefur kannski verið vegna þess.  Ég veit svo sem ekkert um það en mér dettur það svona í hug í þessu sambandi.  Því miður er það þannig, að stundum heldur maður, að fólk hafi meiri siðferðisþroska en raun ber svo vitni um.  Svo virðist vera í þessu tilviki.

En kannski finnst þeim stöllum í Samfylkingunni, að það sé ekki sama hver er!  Oft er það þannig þegar meðvirkni fer í gang.  Og svo er líklegt, að"stelpurnar" haldi  vænlegt til frama að vera viðhlæjandi FORSÆTISRÁÐHERRA!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband